Enski boltinn

Leiktímabilinu lokið hjá Henry

MYND/AP

Franski knattspyrnumaðurinn Thierry Henry leikur ekki meira með enska liðinu Arsenal á þessu tímabili eftir að í ljós kom að hann hefði meiðst á nára og í magavöðvum í leik gegn PEV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.

Henry hefur glímt við meiðsl í meira og minna allan vetur en sneri aftur í lið Arsenal á miðvikudag. Hann kenndi sér eymsla eftir leikinn og var sendur í rannsókn sem leiddi ofangreint í ljós.

Haft er eftir Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, á vef Sky-sjónvarpsstöðvarinnar að Henry verði frá vegna meiðsla í minnst þrjá mánuði en hann býst við að leikmaðurinn verði klár í slaginn næsta haust þegar leiktímabilið hefst í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×