Ráðstafa 70 milljónum í íslenskukennslu í ár 2. janúar 2007 06:30 Niðurgreiðsla á íslenskunámskeiðum fyrir útlendinga hefur verið sumum starfsmenntasjóðum erfið. Verð íslenskunámskeið hjá Mími lækkar um rúman helming en ekki er ljóst hvort stéttarfélög og starfsmenntasjóðir halda áfram að niðurgreiða námskeiðin með sama hætti og áður. Stefán Stefánsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að ráðuneytið muni ráðstafa 70 milljónum króna í styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga í ár. Styrkirnir verða auglýstir von bráðar. Verkefnisstjórn hafi verið sett á laggirnar og unnið stíft. Vinna við nám-skrárgerð og námsefnisgerð sé þegar hafin og svo verði farið í það að kanna menntun kennara. Í tengslum við styrkveitingar verði upplýsinga aflað til að nýta við þessa vinnu. Mímir - símenntun hefur þegar ákveðið að lækka verð á íslenskunámskeiði fyrir útlendinga um rúmlega fimmtíu prósent. Fimmtíu stunda íslenskunámskeið kostar ellefu þúsund krónur frá áramótum en kostaði áður 23.300 krónur. Þetta er gert þó að ekki liggi enn fyrir hvernig fjármögnun námskeiðanna verður hagað eða hver eftirspurnin verður. Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis, segir að ákvörðun um verðlækkunina hafi verið tekin þó að ekki liggi enn fyrir hvernig styrkjum frá ríkinu verði hagað. Mímir þurfi að ganga snemma frá upplýsingum um námskeið á næstu önn. Nemendur í íslensku fyrir útlendinga hafi verið fimm hundruð talsins á síðustu önn og svo stórum hóp sé ekki hægt að halda í óvissu. „Við urðum að ríða á vaðið," segir hún. Framkvæmdastjóri Mímis, Hulda Ólafsdóttir, segir að ákveðið hafi verið að lækka verðið þótt fjármögnunin liggi ekki fyrir. Útlendingar í Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi hafa sótt námskeið hjá Mími í samræmi við samning Mímis við bæjarfélögin en nú er stefnt að þeirri breytingu að allir útlendingar geti sótt námskeiðin óháð því hvar þeir búa og verður gjaldið þá það sama. Íslenskunámskeið fyrir útlendinga hafa yfirleitt verið niðurgreidd af stéttarfélögum, starfsmenntasjóðum verkalýðshreyfingarinnar eða atvinnurekendum um fimmtíu til níutíu prósent. Ekki er enn vitað hvort reglurnar breytast í ár eða hvort hlutfallið verður það sama. Niðurgreiðslan hefur verið þungur baggi á sumum starfsmenntasjóðunum. Þá eru símenntunarmiðstöðvar úti á landi að hugsa sinn gang. Guðrún Reykdal, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands, segir að ekki sé búið að verðleggja námskeið á vorönn. Þau hafi verið á 34-35 þúsund krónur í haust. Þessi vinna hefjist nú í janúar. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira
Stefán Stefánsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að ráðuneytið muni ráðstafa 70 milljónum króna í styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga í ár. Styrkirnir verða auglýstir von bráðar. Verkefnisstjórn hafi verið sett á laggirnar og unnið stíft. Vinna við nám-skrárgerð og námsefnisgerð sé þegar hafin og svo verði farið í það að kanna menntun kennara. Í tengslum við styrkveitingar verði upplýsinga aflað til að nýta við þessa vinnu. Mímir - símenntun hefur þegar ákveðið að lækka verð á íslenskunámskeiði fyrir útlendinga um rúmlega fimmtíu prósent. Fimmtíu stunda íslenskunámskeið kostar ellefu þúsund krónur frá áramótum en kostaði áður 23.300 krónur. Þetta er gert þó að ekki liggi enn fyrir hvernig fjármögnun námskeiðanna verður hagað eða hver eftirspurnin verður. Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis, segir að ákvörðun um verðlækkunina hafi verið tekin þó að ekki liggi enn fyrir hvernig styrkjum frá ríkinu verði hagað. Mímir þurfi að ganga snemma frá upplýsingum um námskeið á næstu önn. Nemendur í íslensku fyrir útlendinga hafi verið fimm hundruð talsins á síðustu önn og svo stórum hóp sé ekki hægt að halda í óvissu. „Við urðum að ríða á vaðið," segir hún. Framkvæmdastjóri Mímis, Hulda Ólafsdóttir, segir að ákveðið hafi verið að lækka verðið þótt fjármögnunin liggi ekki fyrir. Útlendingar í Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi hafa sótt námskeið hjá Mími í samræmi við samning Mímis við bæjarfélögin en nú er stefnt að þeirri breytingu að allir útlendingar geti sótt námskeiðin óháð því hvar þeir búa og verður gjaldið þá það sama. Íslenskunámskeið fyrir útlendinga hafa yfirleitt verið niðurgreidd af stéttarfélögum, starfsmenntasjóðum verkalýðshreyfingarinnar eða atvinnurekendum um fimmtíu til níutíu prósent. Ekki er enn vitað hvort reglurnar breytast í ár eða hvort hlutfallið verður það sama. Niðurgreiðslan hefur verið þungur baggi á sumum starfsmenntasjóðunum. Þá eru símenntunarmiðstöðvar úti á landi að hugsa sinn gang. Guðrún Reykdal, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands, segir að ekki sé búið að verðleggja námskeið á vorönn. Þau hafi verið á 34-35 þúsund krónur í haust. Þessi vinna hefjist nú í janúar.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira