Innlent

Lögreglan leitar enn að þeim sem réðist á leigubílstjóra

Lögregla leitar enn manns, sem réðst á leigubílstjóra við Hátún rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi, veitti honum áverka með eggvopni og hnefa og krafði hann um peninga.

Síðan tók hann til fótanna og hvarf út í náttmyrkrið, en leigubílstjórinn þurfti að leita aðhlynningar á Slysadleild. Maðurinn er talinn vera 25 til 30 ára, er grannvaxinn með ljósan skegghýjung. Hann var í hvítri hettupeysu með hvíta húfu.

Lögregla rannsakar nú meðal annars upptökur úr öryggismyndavélum við Kringluna, þar sem maðurinn fór upp í leigubílinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×