Erlent

Þjóðarmorð eru að eiga sér stað í Darfur

Þjóðarmorð eru að eiga sér stað í héraðinu Darfur í Súdan og umheimurinn bregst allt of hægt við. Þetta segir ljósmyndari sem farið hefur reglulega um svæðið síðustu tvo áratugi. Hann segir íbúa flýja undan hersveitum sem brenni ofan af þeim húsin og drepi þá sem ekki nái að flýja.

Yfirmenn mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hafa lýst yfir áhyggjum af versnandi ástandi í héraðinu Darfur í Súdan. Fjögur ár eru síðan að til átaka kom í héraðinu en frá þeim tíma hafa uppreinsnarmenn barist við stjórnarher Súdans og Janjaweed hersveitirnar sem eru hliðhollar stjórnarhernum. Yfir tvö hundruð þúsund manns hafa látið lífið í átökunum og tvær og hálf milljón þurft að flýja heimili sín.

Ljósmyndari Pádrig Grant hefur reglulega farið um héraðið á síðustu tuttugu árum. Hann var fréttaljósmyndari í Rúanda þegar þjóðarmorðin voru fram þar 1994 og líkir ástandinu sem blasti við sér í Darfur, þegar hann fór þangað á síðasta ári, við það sem hann sá í Rúanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×