Innlent

Fíkniefni falin í bíl

Þrír karlar voru handteknir á laugardagskvöld eftir að lögreglan fann allnokkuð af ætluðum fíkniefnum í bíl í húsakynnum fyrirtækis í Árbæ. Mennirnir eru um þrítugt og fertugt en einum þeirra var sleppt fljótlega eftir að komið var á lögreglustöð. Fíkniefnin voru falin í hanskahólfi og farangursgeymslu bílsins en talið er að um sé að ræða amfetamín, hass og marijúana. Á laugardag var sömuleiðis annar karl um fertugt tekinn í sama hverfi en hann var einnig með ætluð fíkniefni í fórum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×