Gómaður þrisvar sama sólarhringinn Andri Ólafsson skrifar 22. október 2007 16:03 Frá írskum dögum á Akranesi. Fólkið á myndinni tengist ekki efni fréttarinnar. Mynd: Eiríkur Kristófersson Sýslumaðurinn á Akranesi þingfesti í dag mál á hendur tvítugum karlmanni frá Hveragerði sem afrekaði það að vera gómaður þrisvar sinnum sama daginn af lögreglunni á írskum dögum á Akranesi. Óhappadagur þessa unga afbrotamanns var þann 7. júlí síðastliðinn. Hann var þá staddur ásamt öðrum félögum sínum á Akranesi en þá helgi var haldið upp á írska daga. Klukkan 02:47 þennan dag var afbrotamaðurinn ungi gripinn með tæpt gramm af amfetamíni og þrjár e-pillur. Lögreglan fann efnin við leit á honum á tjaldstæðinu á Akranesi. Rúmum þrem tímum síðar, eða klukkan 06:05, var sami maður gripinn glóðvolgur við akstur undir áhrifum eiturlyfja. Hann var stöðvaður þar sem hann ók um Stillholt á Akranesi en þess má geta að lögreglustöðin á Akranesi er þar til húsa. Við leit í bíl mannsins í það skiptið fundust rúm átta grömm af amfetamíni og lítilræði af tóbaksblönduðu hassi. Í þvagsýni sem maðurinn gaf fannst svo amfetamín og kókaín. Að lokum var svo afbrotamaðurinn ungi gómaður í þriðja og síðasta skiptið sama sólarhringinn rétt fyrir miðnætti. Lögreglan var þá við eftirlit á tjaldstæði í bænum. Þegar maðurinn kom auga á lögreglu sást hann henda frá sér tæpu grammi af hassi. Lögreglan lagði hald á efnið og tók enn eina skýrsluna af afbrotamanninum. Það var sem betur fer sú síðasta þá helgina. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Vesturlands í dag játaði ákærði öll brot sín greiðlega. Málið var því dómtekið og er niðurstöðu að vænta innan nokkura vikna. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira
Sýslumaðurinn á Akranesi þingfesti í dag mál á hendur tvítugum karlmanni frá Hveragerði sem afrekaði það að vera gómaður þrisvar sinnum sama daginn af lögreglunni á írskum dögum á Akranesi. Óhappadagur þessa unga afbrotamanns var þann 7. júlí síðastliðinn. Hann var þá staddur ásamt öðrum félögum sínum á Akranesi en þá helgi var haldið upp á írska daga. Klukkan 02:47 þennan dag var afbrotamaðurinn ungi gripinn með tæpt gramm af amfetamíni og þrjár e-pillur. Lögreglan fann efnin við leit á honum á tjaldstæðinu á Akranesi. Rúmum þrem tímum síðar, eða klukkan 06:05, var sami maður gripinn glóðvolgur við akstur undir áhrifum eiturlyfja. Hann var stöðvaður þar sem hann ók um Stillholt á Akranesi en þess má geta að lögreglustöðin á Akranesi er þar til húsa. Við leit í bíl mannsins í það skiptið fundust rúm átta grömm af amfetamíni og lítilræði af tóbaksblönduðu hassi. Í þvagsýni sem maðurinn gaf fannst svo amfetamín og kókaín. Að lokum var svo afbrotamaðurinn ungi gómaður í þriðja og síðasta skiptið sama sólarhringinn rétt fyrir miðnætti. Lögreglan var þá við eftirlit á tjaldstæði í bænum. Þegar maðurinn kom auga á lögreglu sást hann henda frá sér tæpu grammi af hassi. Lögreglan lagði hald á efnið og tók enn eina skýrsluna af afbrotamanninum. Það var sem betur fer sú síðasta þá helgina. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Vesturlands í dag játaði ákærði öll brot sín greiðlega. Málið var því dómtekið og er niðurstöðu að vænta innan nokkura vikna.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira