Flugi til Vestmannaeyja og Ísafjarðar sem átti að fara nú á fimmta tímanum hefur verið aflýst og verður ekki athugað með flug þangað fyrr en á morgun.
Flugvél Flugfélags Íslands átti að halda til Ísafjarðar klukkan hálffimm og önnur vél félagsins til Vestmannaeyja klukkan korter í fimm. Báðum ferðum var aflýst vegna veðurs en stormur gengur nú yfir vesturhluta landsins. Athugað verður með flug til beggja staða í fyrramálið fyrir klukkan átta.
Þær upplýsingar fengust hjá Flugfélagi Íslands að annað flug væri á áætlun.