Innlent

Þak fauk af fjárhúsum að Melum í Árneshreppi

Svona var umhorfs í fjárhúsunum í morgun eftir yfirreið stormsins.
Svona var umhorfs í fjárhúsunum í morgun eftir yfirreið stormsins. MYND/Hrafn Jökulsson

Töluvert tjón varð á fjárhúsum að Melum í Árneshreppi á Ströndum í nótt þegar ofsaveður gekk þar yfir. Hluti þaksins flettist af í veðurofsanum og var féð inni þegar það gerðist.

Því var komið yfir í önnur útihús áður en viðgerð gat hafist. Mikið liggur á að gera við húsið því spáð er frekara illviðri á Ströndum líkt og annars staðar á vesturhluta landsins í nótt og fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×