Blóðbað á Fljótsdalsheiði 13. desember 2007 14:17 Ekið var á tvö hreindýr á Fljótsdalsheiði fyrir skömmu síðan. Ekið var á þrettán hreindýr á við svokallað Norðastafell á Fljótsdalsheiði í morgun með afleiðingum að tíu þeirra drápust strax en aflífa þurfti þrjú. Að sögn lögreglu var aðkoman líkust vígvelli. Það var starfsmaður verktakafyrirtækisins Arnarfells sem varð fyrir því að keyra á dýrin. „Þetta var vígvöllur," segir lögreglumaður á Egilsstöðum sem kom að óhappinu. „Dýrin drápust ekki öll samstundis en þeir voru búnir að skera tvö á háls áður en við komum á staðinn. Við skutum svo þrettánda dýrið," sagði lögregluþjónninn. Hann segir ótrúlegt að ökumaðurinn hafi ekki slasast í ákeyrslunni en tiltölulega lítið sér á bílnum sem er pallbíll af Nissan gerð. „Dýrin lentu að því er virðist undir bílnum að mestu en ekki á honum." Starfsmaður Arnarfells sem Vísir náði tali af tekur undir með lögreglu að með ólíkindum sé hve lítið sér á bílnum. „Við bara skiljum þetta ekki. Vinstra framljósið brotnaði og stuðarinn fór en annað er ekki að sjá á bílnum," segir hann. Hann segist hafa komið á slysstað rétt eftir áreksturinn og hann segir hluta skýringarinnar liggja í því hve létt dýrin séu á þessum árstíma. Einnig hafi verið mikið af ungviði í hjörðinni en um 100 dýra hjörð hljóp var á veginum þegar bíllinn skall á dýrunum." Starfsmaður Arnarfells, sem lenti í því að keyra á dýrin er portúgalskur og var hann að aka vinnufélaga sínum á flugvöllinn á Egilsstöðum. Að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði var myrkur var og hálka á slysstað. Dýrin munu hafa stokkið beint fyrir bílinn og ökumaður ekki orðið þeirra var fyrr en þau skullu á bifreiðinni. Stutt er síðan umferðareftirlitsmenn Vegagerðarinnar fundu tvö dauð hreindýr á svipuðum slóðum eða 21. nóvember síðastliðinn. Þá varaði Vegagerðin við því að stórir hópar dýra væru á þessum slóðum og voru ökumenn beðnir um að gæta sérstakrar varúðar. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Sjá meira
Ekið var á þrettán hreindýr á við svokallað Norðastafell á Fljótsdalsheiði í morgun með afleiðingum að tíu þeirra drápust strax en aflífa þurfti þrjú. Að sögn lögreglu var aðkoman líkust vígvelli. Það var starfsmaður verktakafyrirtækisins Arnarfells sem varð fyrir því að keyra á dýrin. „Þetta var vígvöllur," segir lögreglumaður á Egilsstöðum sem kom að óhappinu. „Dýrin drápust ekki öll samstundis en þeir voru búnir að skera tvö á háls áður en við komum á staðinn. Við skutum svo þrettánda dýrið," sagði lögregluþjónninn. Hann segir ótrúlegt að ökumaðurinn hafi ekki slasast í ákeyrslunni en tiltölulega lítið sér á bílnum sem er pallbíll af Nissan gerð. „Dýrin lentu að því er virðist undir bílnum að mestu en ekki á honum." Starfsmaður Arnarfells sem Vísir náði tali af tekur undir með lögreglu að með ólíkindum sé hve lítið sér á bílnum. „Við bara skiljum þetta ekki. Vinstra framljósið brotnaði og stuðarinn fór en annað er ekki að sjá á bílnum," segir hann. Hann segist hafa komið á slysstað rétt eftir áreksturinn og hann segir hluta skýringarinnar liggja í því hve létt dýrin séu á þessum árstíma. Einnig hafi verið mikið af ungviði í hjörðinni en um 100 dýra hjörð hljóp var á veginum þegar bíllinn skall á dýrunum." Starfsmaður Arnarfells, sem lenti í því að keyra á dýrin er portúgalskur og var hann að aka vinnufélaga sínum á flugvöllinn á Egilsstöðum. Að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði var myrkur var og hálka á slysstað. Dýrin munu hafa stokkið beint fyrir bílinn og ökumaður ekki orðið þeirra var fyrr en þau skullu á bifreiðinni. Stutt er síðan umferðareftirlitsmenn Vegagerðarinnar fundu tvö dauð hreindýr á svipuðum slóðum eða 21. nóvember síðastliðinn. Þá varaði Vegagerðin við því að stórir hópar dýra væru á þessum slóðum og voru ökumenn beðnir um að gæta sérstakrar varúðar. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Sjá meira