Innlent

16 ára dæmdur fyrir tvö kynferðisbrot

Andri Ólafsson skrifar

16 ára drengur var í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Annars vegar fyrir að hafa haft samræði við stúlku sem aðeins var 13 ára gömul og hins vegar fyrir að hafa haft samræði stúlku sem ekki gat spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga.

Drengurinn neitaði sök. Í fyrra málinu sagðist hann ekki hafa vitað að stúlkan sem hann hafði samræði við hafi verið 13 ára. Jafnvell þótt hann hafi vitað að hún hafi verið í 8. bekk, þeim sama og bróðir hans.

Í hinu málinu kvað hann samræðið hafa verið með vitund og vilja stúlkunar. Áverkar á kynfærum stúlkunnar og ölvunarástand hennar var þó með þeim hætti að fjölskipaður dómur féllst ekki á þær skýringar.

Drengurinn var því dæmdur í sex mánaða fangelsi. Það varð honum til refsilækkunar að hann sé með væga þroskaskerðingu og greindavísitölu á bilinu 50 - 69.

Hann þarf engu að síður að greiða fórnarlömbum sínum samtals um sex hundruð þúsund krónur í miskabætur, auk þess þarf hann að greiða um eina milljón króna í málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×