Innlent

Ingibjörg ætlar að ræða við bandaríska sendiherrann

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við mbl.is í morgun að sér væri það til efs að meðferðin á Erlu Ósk Arnardóttur við komuna til Bandaríkjanna stæðust mannréttindasamninga.

Ingibjörg segir að meðferðinni verði mótmælt. "Við getum ekki liðið að svona verði komið fram við íslenska ríkisborgara," sagði ráðherrann. Hún sagði jafnframt að farið yrði fram á afsökunarbeiðni.

Ingibjörg Sólrún mun síðar í dag eiga fund með sendiherra Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×