Innlent

29 umferðaróhöpp frá klukkan þrjú í dag

Tvennt slasaðist í árekstri á Reynisvatnsvegi í Grafarholti um klukkan sjö í dag og var fólkið flutt á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist tilkynning um 29 umferðaróhöpp frá því klukkan þrjú í dag, en mikil hálka er á götum borgarinnar þessa stundina. Sem betur fer hafa flest óhöppin verið minniháttar. Lögreglan brýnir það fyrir fólki að vera ekki að aka um á bifreiðum sem eru á sumardekkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×