Garðar Thór bjartasta vonin í Bretlandi 12. janúar 2007 02:30 Bjartasta vonin Ferli Garðars eru gerð góð skil og miklar vonir bundnar við diskinn sem kemur út í byrjun febrúar. Breska tímaritið Classic FM Magazine gerir ferli stórsöngvarans Garðars Thórs Cortes góð skil í febrúarhefti sínu og segir hann vera björtustu vonina í óperuheiminum um þessar mundir, eða „Hot Property". Classic FM Magazine er eitt vinsælasta tímaritið um sígilda tónlist í Bretlandi og selst í þúsundum eintaka. Í greininni má sjá að blaðið bindur miklar vonir við disk Garðars sem kemur út í febrúar og segir hann vera ómissandi í safnið. Skemmtilegan mola er að finna neðst á síðunni en þar er greint frá því að systir besta vinar Garðars sé besta vinkona söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. „Ísland er lítið land," er útskýringin á þessum skrifum. Einar Bárðarson, umboðsmaður Garðars, segir þetta vera stórkostlega byrjun á árinu og hann hefði varla getað beðið um neitt betra en fyrsta sólóplata Garðars kemur út í byrjun febrúar. Hann vildi hins vegar lítið segja um yfirvofandi tilboð frá Universal sem Fréttablaðið hefur þegar sagt frá. „Það er fundur hjá okkur seint í næstu viku en hann er bara einn af mörgum," sagði Einar. Garðar er nýkominn til landsins eftir langa útiveru í Bretlandi en hann hefur verið á tónleikaferð með Katherine Jenkins um gjörvallt Bretland og sungið fyrir fullu húsi. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Breska tímaritið Classic FM Magazine gerir ferli stórsöngvarans Garðars Thórs Cortes góð skil í febrúarhefti sínu og segir hann vera björtustu vonina í óperuheiminum um þessar mundir, eða „Hot Property". Classic FM Magazine er eitt vinsælasta tímaritið um sígilda tónlist í Bretlandi og selst í þúsundum eintaka. Í greininni má sjá að blaðið bindur miklar vonir við disk Garðars sem kemur út í febrúar og segir hann vera ómissandi í safnið. Skemmtilegan mola er að finna neðst á síðunni en þar er greint frá því að systir besta vinar Garðars sé besta vinkona söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. „Ísland er lítið land," er útskýringin á þessum skrifum. Einar Bárðarson, umboðsmaður Garðars, segir þetta vera stórkostlega byrjun á árinu og hann hefði varla getað beðið um neitt betra en fyrsta sólóplata Garðars kemur út í byrjun febrúar. Hann vildi hins vegar lítið segja um yfirvofandi tilboð frá Universal sem Fréttablaðið hefur þegar sagt frá. „Það er fundur hjá okkur seint í næstu viku en hann er bara einn af mörgum," sagði Einar. Garðar er nýkominn til landsins eftir langa útiveru í Bretlandi en hann hefur verið á tónleikaferð með Katherine Jenkins um gjörvallt Bretland og sungið fyrir fullu húsi.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira