Samfylking og Vinstri-grænir gætu myndað ríkisstjórn 11. febrúar 2007 12:30 Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki geta tekið mark á skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í dag en könnunin sýnir flokkinn með 3,9% fylgi. Samkvæmt könnuninni geta Samfylkingin og Vinstri-grænir myndað ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Áttahundruð manns voru spurðir um fylgi sitt við stjórnmálaflokkana í könnun Fréttablaðsins en svarhlutfallið var 54,8%. Helstu niðurstöður í skoðanakönnuninni eru að möguleiki á tveggja flokka ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Græns framboðs en báðir flokkarnir bæta við sig fylgi frá könnun blaðsins í síðasta mánuði. Svo virðist sem fylgið komi frá Sjálfstæðisflokki og Framsókn en fylgi við stjórnarflokkanna dalar. Aldrei áður hefur fylgi við Framsóknarflokkinn mælst svo lítið í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og mælist nú 3,9%. Viðbrögð nokkurra forsvarsmanna stjórnmálaflokkanna voru misjöfn þegar fréttastofa leitaði eftir þeim. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar,sagðist vera hálfringlaður yfir því hvernig skoðanakannanir séu unnar, enda stangist niðurstöðurnar nú á við nýjar kannanir Mannlífs, Blaðsins og Gallup sem sýni fylgi við Framsóknarflokkinn vera um 10%. Jón minnti á að sex dögum fyrir síðustu alþingiskosningar hafi Framsókn mælst með 8 prósent fylgi en hafi svo fengið 18 prósent í kosningunum. Hann segist því ekki trúa á skoðanakannanir heldur kosningarnar sjálfar. Vinstri Grænt framboð mælist með tæp 24 % fylgi og fær samkvæmt því fimmtán þingmenn en flokkurinn fékk rúmlega 8 prósentu fylgi í síðustu kosningum. Steingrímur J. Sigfússon,formaður Vinstri Grænna, segir þetta sýna að bullandi stemmning sé fyrir því að fella ríkisstjórnina. Þetta sé ekki skyndisveifla hjá sínum flokki, Vinstri grænt framboð hafi verið að mælast að undanförnu með 19 til 20% fylgi. Hann sagði líka í samtali við fréttastofu að ekki þurfi að fjölga framboðum til að fella ríkisstjórnina, kjósendur hafi úr nægu að moða sé það vilji fólksins. Samfylkingin bætir við sjö prósentum milli kannanna og mælist nú með tæp 28%. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, bendir þó á að hversu margir séu óákveðnir. Það staðfesti að sífellt stærri hópur kjósenda ákveði sig á síðustu metrunum fyrir kosningar. Þessi skoðanakönnun sýni þó að Samfylkingin sé á réttri leið og verði á góðri siglingu næstu mánuði. Aðspurð um vangaveltur um stjórnarsamstarf segir hún ekki tímabært að láta þær uppi enda margar kannanir eftir fram að kosningum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki geta tekið mark á skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í dag en könnunin sýnir flokkinn með 3,9% fylgi. Samkvæmt könnuninni geta Samfylkingin og Vinstri-grænir myndað ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Áttahundruð manns voru spurðir um fylgi sitt við stjórnmálaflokkana í könnun Fréttablaðsins en svarhlutfallið var 54,8%. Helstu niðurstöður í skoðanakönnuninni eru að möguleiki á tveggja flokka ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Græns framboðs en báðir flokkarnir bæta við sig fylgi frá könnun blaðsins í síðasta mánuði. Svo virðist sem fylgið komi frá Sjálfstæðisflokki og Framsókn en fylgi við stjórnarflokkanna dalar. Aldrei áður hefur fylgi við Framsóknarflokkinn mælst svo lítið í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og mælist nú 3,9%. Viðbrögð nokkurra forsvarsmanna stjórnmálaflokkanna voru misjöfn þegar fréttastofa leitaði eftir þeim. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar,sagðist vera hálfringlaður yfir því hvernig skoðanakannanir séu unnar, enda stangist niðurstöðurnar nú á við nýjar kannanir Mannlífs, Blaðsins og Gallup sem sýni fylgi við Framsóknarflokkinn vera um 10%. Jón minnti á að sex dögum fyrir síðustu alþingiskosningar hafi Framsókn mælst með 8 prósent fylgi en hafi svo fengið 18 prósent í kosningunum. Hann segist því ekki trúa á skoðanakannanir heldur kosningarnar sjálfar. Vinstri Grænt framboð mælist með tæp 24 % fylgi og fær samkvæmt því fimmtán þingmenn en flokkurinn fékk rúmlega 8 prósentu fylgi í síðustu kosningum. Steingrímur J. Sigfússon,formaður Vinstri Grænna, segir þetta sýna að bullandi stemmning sé fyrir því að fella ríkisstjórnina. Þetta sé ekki skyndisveifla hjá sínum flokki, Vinstri grænt framboð hafi verið að mælast að undanförnu með 19 til 20% fylgi. Hann sagði líka í samtali við fréttastofu að ekki þurfi að fjölga framboðum til að fella ríkisstjórnina, kjósendur hafi úr nægu að moða sé það vilji fólksins. Samfylkingin bætir við sjö prósentum milli kannanna og mælist nú með tæp 28%. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, bendir þó á að hversu margir séu óákveðnir. Það staðfesti að sífellt stærri hópur kjósenda ákveði sig á síðustu metrunum fyrir kosningar. Þessi skoðanakönnun sýni þó að Samfylkingin sé á réttri leið og verði á góðri siglingu næstu mánuði. Aðspurð um vangaveltur um stjórnarsamstarf segir hún ekki tímabært að láta þær uppi enda margar kannanir eftir fram að kosningum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira