Samfylking og Vinstri-grænir gætu myndað ríkisstjórn 11. febrúar 2007 12:30 Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki geta tekið mark á skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í dag en könnunin sýnir flokkinn með 3,9% fylgi. Samkvæmt könnuninni geta Samfylkingin og Vinstri-grænir myndað ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Áttahundruð manns voru spurðir um fylgi sitt við stjórnmálaflokkana í könnun Fréttablaðsins en svarhlutfallið var 54,8%. Helstu niðurstöður í skoðanakönnuninni eru að möguleiki á tveggja flokka ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Græns framboðs en báðir flokkarnir bæta við sig fylgi frá könnun blaðsins í síðasta mánuði. Svo virðist sem fylgið komi frá Sjálfstæðisflokki og Framsókn en fylgi við stjórnarflokkanna dalar. Aldrei áður hefur fylgi við Framsóknarflokkinn mælst svo lítið í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og mælist nú 3,9%. Viðbrögð nokkurra forsvarsmanna stjórnmálaflokkanna voru misjöfn þegar fréttastofa leitaði eftir þeim. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar,sagðist vera hálfringlaður yfir því hvernig skoðanakannanir séu unnar, enda stangist niðurstöðurnar nú á við nýjar kannanir Mannlífs, Blaðsins og Gallup sem sýni fylgi við Framsóknarflokkinn vera um 10%. Jón minnti á að sex dögum fyrir síðustu alþingiskosningar hafi Framsókn mælst með 8 prósent fylgi en hafi svo fengið 18 prósent í kosningunum. Hann segist því ekki trúa á skoðanakannanir heldur kosningarnar sjálfar. Vinstri Grænt framboð mælist með tæp 24 % fylgi og fær samkvæmt því fimmtán þingmenn en flokkurinn fékk rúmlega 8 prósentu fylgi í síðustu kosningum. Steingrímur J. Sigfússon,formaður Vinstri Grænna, segir þetta sýna að bullandi stemmning sé fyrir því að fella ríkisstjórnina. Þetta sé ekki skyndisveifla hjá sínum flokki, Vinstri grænt framboð hafi verið að mælast að undanförnu með 19 til 20% fylgi. Hann sagði líka í samtali við fréttastofu að ekki þurfi að fjölga framboðum til að fella ríkisstjórnina, kjósendur hafi úr nægu að moða sé það vilji fólksins. Samfylkingin bætir við sjö prósentum milli kannanna og mælist nú með tæp 28%. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, bendir þó á að hversu margir séu óákveðnir. Það staðfesti að sífellt stærri hópur kjósenda ákveði sig á síðustu metrunum fyrir kosningar. Þessi skoðanakönnun sýni þó að Samfylkingin sé á réttri leið og verði á góðri siglingu næstu mánuði. Aðspurð um vangaveltur um stjórnarsamstarf segir hún ekki tímabært að láta þær uppi enda margar kannanir eftir fram að kosningum. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki geta tekið mark á skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í dag en könnunin sýnir flokkinn með 3,9% fylgi. Samkvæmt könnuninni geta Samfylkingin og Vinstri-grænir myndað ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Áttahundruð manns voru spurðir um fylgi sitt við stjórnmálaflokkana í könnun Fréttablaðsins en svarhlutfallið var 54,8%. Helstu niðurstöður í skoðanakönnuninni eru að möguleiki á tveggja flokka ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Græns framboðs en báðir flokkarnir bæta við sig fylgi frá könnun blaðsins í síðasta mánuði. Svo virðist sem fylgið komi frá Sjálfstæðisflokki og Framsókn en fylgi við stjórnarflokkanna dalar. Aldrei áður hefur fylgi við Framsóknarflokkinn mælst svo lítið í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og mælist nú 3,9%. Viðbrögð nokkurra forsvarsmanna stjórnmálaflokkanna voru misjöfn þegar fréttastofa leitaði eftir þeim. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar,sagðist vera hálfringlaður yfir því hvernig skoðanakannanir séu unnar, enda stangist niðurstöðurnar nú á við nýjar kannanir Mannlífs, Blaðsins og Gallup sem sýni fylgi við Framsóknarflokkinn vera um 10%. Jón minnti á að sex dögum fyrir síðustu alþingiskosningar hafi Framsókn mælst með 8 prósent fylgi en hafi svo fengið 18 prósent í kosningunum. Hann segist því ekki trúa á skoðanakannanir heldur kosningarnar sjálfar. Vinstri Grænt framboð mælist með tæp 24 % fylgi og fær samkvæmt því fimmtán þingmenn en flokkurinn fékk rúmlega 8 prósentu fylgi í síðustu kosningum. Steingrímur J. Sigfússon,formaður Vinstri Grænna, segir þetta sýna að bullandi stemmning sé fyrir því að fella ríkisstjórnina. Þetta sé ekki skyndisveifla hjá sínum flokki, Vinstri grænt framboð hafi verið að mælast að undanförnu með 19 til 20% fylgi. Hann sagði líka í samtali við fréttastofu að ekki þurfi að fjölga framboðum til að fella ríkisstjórnina, kjósendur hafi úr nægu að moða sé það vilji fólksins. Samfylkingin bætir við sjö prósentum milli kannanna og mælist nú með tæp 28%. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, bendir þó á að hversu margir séu óákveðnir. Það staðfesti að sífellt stærri hópur kjósenda ákveði sig á síðustu metrunum fyrir kosningar. Þessi skoðanakönnun sýni þó að Samfylkingin sé á réttri leið og verði á góðri siglingu næstu mánuði. Aðspurð um vangaveltur um stjórnarsamstarf segir hún ekki tímabært að láta þær uppi enda margar kannanir eftir fram að kosningum.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira