Innlent

Lögregla leitar að eigendum sæþotu og gúmmíbáts

Sæþotan sem um ræðir er í vörslu lögreglunnar.
Sæþotan sem um ræðir er í vörslu lögreglunnar.

Lögreglan á Selfossi leitar enn að eigendum sæþotu, gúmmíbáts og utanborðsmótors sem fannst sendibifreið sem karlmaður hafði stolið í Reykjavík.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn sitji nú í gæsluvarðhaldi eftir að hann var handtekinn þar sem hann braust inn í ísgæsluturn í inntaksmannvirkum Búrfellsvirkjunar. Í sendibifreið sem lögreglan fann og telur manninn hafa stolið fannst töluvert af þýfi sem lögregla rekur til að minnsta kosti sex innbrota sem framin voru í lok nóvember.

Í bifreiðinni var meðal annars rauð sæþota og grár lítill gúmmíbátur með litlum utanborðsmótor. Þessu þrennu mun maðurinn hafa stolið en ekki er vitað hvaðan. Ef einhver kannast við þessa gripi er hann beðinn um að setja sig í samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×