Hálfs árs fangelsi fyrir að þykjast vera annar maður 11. desember 2007 14:13 Janas framvísaði pólsku vegabréfið Henryks á lögreglustöðinni á Fáskrúðsfirði. Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Janas, í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í tvö ár villt á sér heimildir og þóst vera annar maður. Janas var ákærður fyrir skjalafals og var ákæran í fimm liðum. Var honum gefið að sök að hafa framvísað vegabréfi manns að nafni Henryk Szelag og fengið þannig dvalarleyfi hér á landi. Þá var hann einnig sakaður um að hafa notað nafn mannsins við undirskrift á ráðningarsamningu hjá Loðnuvinnslunni og þegar hann sótti um ökuskírteini og fékk vinnuvélaskírteini. Lögregla hafði fengið ábendingar um að maðurinn væri ekki sá sem hann segðist vera. Við rannsókn málsins tók lögregla fingraför af honum og voru þau send til Póllands til rannsóknar. Voru þá fingraför hans samkennd fingraförum manns að nafni Pawels Janas sem eftirlýstur var í Póllandi. Þá bar faðir Janas kennsl á son sinn af mynd sem ríkislögreglustjóri hafði sent Interpol í Varsjá. Janas neitaði sök fyrir dómi og neitaði að svara því á hvaða skilríkjum hann hefði komist til landsins. Þá vildi hann ekki tjá sig frekar um sakarefnið og svaraði ekki spurningum ákæruvaldsins um efni ákærunnar. Dómurinn komst að því að Janas hefði gerst sekur um skjalafals með því að fá dvalarleyfi og ökuskírteini út á nafn Henryks. Hann var hins vegar sýknaður af því að falsað nafn Henryks undir ráðningarsamning við Loðnuvinnsluna og undir vottorð vegna vinnuvélaprófs. Var það vegna þess að engin vitni hefðu verið leidd fyrir dóminn til að staðfesta að Janas hefði ritað nafn Henryks undir ráðningarsamninginn eða undir vottorðið vegna vinnuvélaskírteinis. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Janas hafði um langa hríð villt á sér heimildir hér á landi og beitt opinberar stofnanir og lögregluyfirvöld alvarlegum blekkingum. Þótti hann ekki eiga sér neinar málsbætur og var því dæmdur í sex mánaða fangelsi. Að auki voru vegabréf, ökuskírteini og vinnuvélaskírteini gerð upptæk með dómnum. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Janas, í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í tvö ár villt á sér heimildir og þóst vera annar maður. Janas var ákærður fyrir skjalafals og var ákæran í fimm liðum. Var honum gefið að sök að hafa framvísað vegabréfi manns að nafni Henryk Szelag og fengið þannig dvalarleyfi hér á landi. Þá var hann einnig sakaður um að hafa notað nafn mannsins við undirskrift á ráðningarsamningu hjá Loðnuvinnslunni og þegar hann sótti um ökuskírteini og fékk vinnuvélaskírteini. Lögregla hafði fengið ábendingar um að maðurinn væri ekki sá sem hann segðist vera. Við rannsókn málsins tók lögregla fingraför af honum og voru þau send til Póllands til rannsóknar. Voru þá fingraför hans samkennd fingraförum manns að nafni Pawels Janas sem eftirlýstur var í Póllandi. Þá bar faðir Janas kennsl á son sinn af mynd sem ríkislögreglustjóri hafði sent Interpol í Varsjá. Janas neitaði sök fyrir dómi og neitaði að svara því á hvaða skilríkjum hann hefði komist til landsins. Þá vildi hann ekki tjá sig frekar um sakarefnið og svaraði ekki spurningum ákæruvaldsins um efni ákærunnar. Dómurinn komst að því að Janas hefði gerst sekur um skjalafals með því að fá dvalarleyfi og ökuskírteini út á nafn Henryks. Hann var hins vegar sýknaður af því að falsað nafn Henryks undir ráðningarsamning við Loðnuvinnsluna og undir vottorð vegna vinnuvélaprófs. Var það vegna þess að engin vitni hefðu verið leidd fyrir dóminn til að staðfesta að Janas hefði ritað nafn Henryks undir ráðningarsamninginn eða undir vottorðið vegna vinnuvélaskírteinis. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Janas hafði um langa hríð villt á sér heimildir hér á landi og beitt opinberar stofnanir og lögregluyfirvöld alvarlegum blekkingum. Þótti hann ekki eiga sér neinar málsbætur og var því dæmdur í sex mánaða fangelsi. Að auki voru vegabréf, ökuskírteini og vinnuvélaskírteini gerð upptæk með dómnum.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira