Fótbolti

Frakkar ætla að sækja um EM 2016

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Laporte með Frakklandsforseta Nicolas Sarkozy og Hu Jintao, forseta Kína, fyrir utan Ólympíuleikvanginn í Peking.
Laporte með Frakklandsforseta Nicolas Sarkozy og Hu Jintao, forseta Kína, fyrir utan Ólympíuleikvanginn í Peking. Nordic Photos / AFP

Bernard Laporte, íþróttamálaráðherra Frakklands, greindi frá því samtali við L'Equipe í dag að Frakkar ætla að sækjast eftir því að halda Evrópumeistaramótið í knattspyrnu árið 2016.

Laporte hitti forráðamenn franska knattspyrnusambandsins í síðustu viku til að ræða þessi mál.

„Ég sagði þeim að franska ríkisstjórnin myndi styðja boð þeirra heilshugar,“ sagði Laporte. Hann var þjálfari franska landsliðsins í ruðningi á HM sem fór fram í Frakklandi í sumar og gekk í ríkisstjórnina eftir mótið.

Laporte sagði enn fremur að boð yrði lagt fram seint á næsta ári eða snemma árs 2009.

Frakkar urðu Evrópumeistara á heimavelli árið 1984 og heimsmeistarar sömuleiðis á heimavelli árið 1998.

Fyrsta úrslitakeppni Evrópumóts landsliða var haldin í Frakklandi árið 1960 og þá var úrslitakeppni HM einnig í Frakklandi árið 1938.

EM 2008 verður haldin í Austurríki og Sviss og fjórum árum síðar í Póllandi og Úkraínu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×