Flugvélum fjölgar en flugumferðarstjórum ekki 11. desember 2007 10:03 Hundrað þúsundasta flugvélin á árinu fer um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið í dag og hafa frá upphafi aldrei verið fleiri á einu ári. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra flugumferðarstjóra má ætla að um105.000 flugvélar muni fara um flugstjórnarsvæðið á þessu ári sem er um 43 prósenta aukning umferðar á aðeins tíu árum. Flugumferðarstjórar benda á að á sama tíma og flugvélunum fjölgi gríðarlega hafi fjöldi flugumferðarstjóra við störf hins vegar haldist nánast óbreyttur með tilheyrandi álagi á þá og aðra starfsmenn í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Vekja flugumferðarstjórar jafnframt athygli á því að áfallalaus aukning flugumferðar sé ekki sjálfgefin. Vísað er í skýrslu á vegum vegum samgönguráðherra frá árinu 1997 þar sem fram hafi komið að á tímabilinu 1987-1997 hafi flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið aukist um 35 prósent. Fjöldi flugumferðarstjóra stóð hins vegar í stað en aukinni flugumferð var mætt með aukinni vinnu flugumferðarstjóra, betri tæknibúnaði og hagræðingu í vinnuskipulagi. „Þessar kröfur hafa leitt til þess að flugumferðarstjórar þurfa að hætta störfum fyrr en aðrir launamenn á vinnumarkaðinum. Þá felst í starfinu að vinna verður á vöktum og vinnuálag er oft á tíðum meira en almennt gerist," segir í tilkynningu Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Segir enn fremur að fáir verði varir við árangur erfiðis flugumferðarstjóra í starfi þeirra "á bak við tjöldin". Flugumferðarstjórar benda á að um alþjóðlegan vanda sé að ræða. Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra hafi þannig verulegar áhyggjur af því að flugumferðarstjórum við störf víða um heim fjölgi ekki í samræmi við aukin umsvif í fluginu. Þetta auki álag á starfsmenn við flugumferðarstjórn með tilheyrandi hættu á þreytu og streitu og geti haft áhrif á flugöryggi. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Hundrað þúsundasta flugvélin á árinu fer um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið í dag og hafa frá upphafi aldrei verið fleiri á einu ári. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra flugumferðarstjóra má ætla að um105.000 flugvélar muni fara um flugstjórnarsvæðið á þessu ári sem er um 43 prósenta aukning umferðar á aðeins tíu árum. Flugumferðarstjórar benda á að á sama tíma og flugvélunum fjölgi gríðarlega hafi fjöldi flugumferðarstjóra við störf hins vegar haldist nánast óbreyttur með tilheyrandi álagi á þá og aðra starfsmenn í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Vekja flugumferðarstjórar jafnframt athygli á því að áfallalaus aukning flugumferðar sé ekki sjálfgefin. Vísað er í skýrslu á vegum vegum samgönguráðherra frá árinu 1997 þar sem fram hafi komið að á tímabilinu 1987-1997 hafi flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið aukist um 35 prósent. Fjöldi flugumferðarstjóra stóð hins vegar í stað en aukinni flugumferð var mætt með aukinni vinnu flugumferðarstjóra, betri tæknibúnaði og hagræðingu í vinnuskipulagi. „Þessar kröfur hafa leitt til þess að flugumferðarstjórar þurfa að hætta störfum fyrr en aðrir launamenn á vinnumarkaðinum. Þá felst í starfinu að vinna verður á vöktum og vinnuálag er oft á tíðum meira en almennt gerist," segir í tilkynningu Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Segir enn fremur að fáir verði varir við árangur erfiðis flugumferðarstjóra í starfi þeirra "á bak við tjöldin". Flugumferðarstjórar benda á að um alþjóðlegan vanda sé að ræða. Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra hafi þannig verulegar áhyggjur af því að flugumferðarstjórum við störf víða um heim fjölgi ekki í samræmi við aukin umsvif í fluginu. Þetta auki álag á starfsmenn við flugumferðarstjórn með tilheyrandi hættu á þreytu og streitu og geti haft áhrif á flugöryggi.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira