Hyggjast setja á fót mannréttindasvið í borginni 19. október 2007 10:42 MYND/Rósa Jóhannsdóttir Til stendur að stórefla stöðu mannréttindamála í borginni með tilkomu nýs meirihluta og koma á fót sérstöku mannréttindasviði sem heyra mun undir mannréttindaráð sem fagráðs. Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í gær en afgreiðslu þess frestað fram til næsta fundar til þess að borgarfulltrúar minnihlutans gætu kynnt sér málið betur. Í tillögu meirihlutans er gert ráð fyrir að stjórnkerfisnefnd vinni tillögu um málið í samráði við mannréttindafulltrúa og mannréttindanefnd borgarinnar. „Við við viljum stórefla stöðu mannréttindamála, bæði með auknum fjárframlögum og mannauð. Borgin verður að vera áfram í fararbroddi í mannréttindamálum eins og hún var þegar R-listinn fór frá völdum," segir Sóley Tómasdóttir, nýr formaður mannréttindanefndar borgarinnar. Hún segir stefnt að því að mannréttindaráð sem fagráð taki við af mannréttindanefnd og sérstakt mannréttindasvið verði innan stjórnkerfis borgarinnar. Nú eru níu fagráð í borginni sem meðal annars snúa að skipulagsmálum, leikskólamálum og menntamálum. Sóley bendir á að eitt af síðustu verkum R-listans hafi verið að samþykkja mannréttindastefnu fyrir borgina. Hún kveði á um fjölmörg verkefni sem enn hafi ekki verið sinnt. Það verði að taka betur tillit til minnihlutahópa við ákvarðanatöku hjá borginni. Þá bendir hún á að einn mannréttindaráðgjafi sinni nú níu skilgreindum minnihlutahópum hjá borginni og 24 milljónir hafi verið veittar til mannréttindamála. Það sé hreinlega ekki nóg og nýr meirihluti vilji gera betur. Hún vilji leggja áherslu á kynjaþáttinn þannig að karlar og konur komi jafnt að ákvarðanatöku hjá borginni. „Mikilvægustu verkefnin eru forvarnir og fræðsla og ég tel að það sé verkefni borgarinnar að ala upp víðsýnna fólk fyrir framtíðina," segir Sóley. Hún vonast til að stefnumótun og málefnavinnu vegna breytinganna verði lokið fyrir áramót. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
Til stendur að stórefla stöðu mannréttindamála í borginni með tilkomu nýs meirihluta og koma á fót sérstöku mannréttindasviði sem heyra mun undir mannréttindaráð sem fagráðs. Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í gær en afgreiðslu þess frestað fram til næsta fundar til þess að borgarfulltrúar minnihlutans gætu kynnt sér málið betur. Í tillögu meirihlutans er gert ráð fyrir að stjórnkerfisnefnd vinni tillögu um málið í samráði við mannréttindafulltrúa og mannréttindanefnd borgarinnar. „Við við viljum stórefla stöðu mannréttindamála, bæði með auknum fjárframlögum og mannauð. Borgin verður að vera áfram í fararbroddi í mannréttindamálum eins og hún var þegar R-listinn fór frá völdum," segir Sóley Tómasdóttir, nýr formaður mannréttindanefndar borgarinnar. Hún segir stefnt að því að mannréttindaráð sem fagráð taki við af mannréttindanefnd og sérstakt mannréttindasvið verði innan stjórnkerfis borgarinnar. Nú eru níu fagráð í borginni sem meðal annars snúa að skipulagsmálum, leikskólamálum og menntamálum. Sóley bendir á að eitt af síðustu verkum R-listans hafi verið að samþykkja mannréttindastefnu fyrir borgina. Hún kveði á um fjölmörg verkefni sem enn hafi ekki verið sinnt. Það verði að taka betur tillit til minnihlutahópa við ákvarðanatöku hjá borginni. Þá bendir hún á að einn mannréttindaráðgjafi sinni nú níu skilgreindum minnihlutahópum hjá borginni og 24 milljónir hafi verið veittar til mannréttindamála. Það sé hreinlega ekki nóg og nýr meirihluti vilji gera betur. Hún vilji leggja áherslu á kynjaþáttinn þannig að karlar og konur komi jafnt að ákvarðanatöku hjá borginni. „Mikilvægustu verkefnin eru forvarnir og fræðsla og ég tel að það sé verkefni borgarinnar að ala upp víðsýnna fólk fyrir framtíðina," segir Sóley. Hún vonast til að stefnumótun og málefnavinnu vegna breytinganna verði lokið fyrir áramót.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira