Hyggjast setja á fót mannréttindasvið í borginni 19. október 2007 10:42 MYND/Rósa Jóhannsdóttir Til stendur að stórefla stöðu mannréttindamála í borginni með tilkomu nýs meirihluta og koma á fót sérstöku mannréttindasviði sem heyra mun undir mannréttindaráð sem fagráðs. Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í gær en afgreiðslu þess frestað fram til næsta fundar til þess að borgarfulltrúar minnihlutans gætu kynnt sér málið betur. Í tillögu meirihlutans er gert ráð fyrir að stjórnkerfisnefnd vinni tillögu um málið í samráði við mannréttindafulltrúa og mannréttindanefnd borgarinnar. „Við við viljum stórefla stöðu mannréttindamála, bæði með auknum fjárframlögum og mannauð. Borgin verður að vera áfram í fararbroddi í mannréttindamálum eins og hún var þegar R-listinn fór frá völdum," segir Sóley Tómasdóttir, nýr formaður mannréttindanefndar borgarinnar. Hún segir stefnt að því að mannréttindaráð sem fagráð taki við af mannréttindanefnd og sérstakt mannréttindasvið verði innan stjórnkerfis borgarinnar. Nú eru níu fagráð í borginni sem meðal annars snúa að skipulagsmálum, leikskólamálum og menntamálum. Sóley bendir á að eitt af síðustu verkum R-listans hafi verið að samþykkja mannréttindastefnu fyrir borgina. Hún kveði á um fjölmörg verkefni sem enn hafi ekki verið sinnt. Það verði að taka betur tillit til minnihlutahópa við ákvarðanatöku hjá borginni. Þá bendir hún á að einn mannréttindaráðgjafi sinni nú níu skilgreindum minnihlutahópum hjá borginni og 24 milljónir hafi verið veittar til mannréttindamála. Það sé hreinlega ekki nóg og nýr meirihluti vilji gera betur. Hún vilji leggja áherslu á kynjaþáttinn þannig að karlar og konur komi jafnt að ákvarðanatöku hjá borginni. „Mikilvægustu verkefnin eru forvarnir og fræðsla og ég tel að það sé verkefni borgarinnar að ala upp víðsýnna fólk fyrir framtíðina," segir Sóley. Hún vonast til að stefnumótun og málefnavinnu vegna breytinganna verði lokið fyrir áramót. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Til stendur að stórefla stöðu mannréttindamála í borginni með tilkomu nýs meirihluta og koma á fót sérstöku mannréttindasviði sem heyra mun undir mannréttindaráð sem fagráðs. Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í gær en afgreiðslu þess frestað fram til næsta fundar til þess að borgarfulltrúar minnihlutans gætu kynnt sér málið betur. Í tillögu meirihlutans er gert ráð fyrir að stjórnkerfisnefnd vinni tillögu um málið í samráði við mannréttindafulltrúa og mannréttindanefnd borgarinnar. „Við við viljum stórefla stöðu mannréttindamála, bæði með auknum fjárframlögum og mannauð. Borgin verður að vera áfram í fararbroddi í mannréttindamálum eins og hún var þegar R-listinn fór frá völdum," segir Sóley Tómasdóttir, nýr formaður mannréttindanefndar borgarinnar. Hún segir stefnt að því að mannréttindaráð sem fagráð taki við af mannréttindanefnd og sérstakt mannréttindasvið verði innan stjórnkerfis borgarinnar. Nú eru níu fagráð í borginni sem meðal annars snúa að skipulagsmálum, leikskólamálum og menntamálum. Sóley bendir á að eitt af síðustu verkum R-listans hafi verið að samþykkja mannréttindastefnu fyrir borgina. Hún kveði á um fjölmörg verkefni sem enn hafi ekki verið sinnt. Það verði að taka betur tillit til minnihlutahópa við ákvarðanatöku hjá borginni. Þá bendir hún á að einn mannréttindaráðgjafi sinni nú níu skilgreindum minnihlutahópum hjá borginni og 24 milljónir hafi verið veittar til mannréttindamála. Það sé hreinlega ekki nóg og nýr meirihluti vilji gera betur. Hún vilji leggja áherslu á kynjaþáttinn þannig að karlar og konur komi jafnt að ákvarðanatöku hjá borginni. „Mikilvægustu verkefnin eru forvarnir og fræðsla og ég tel að það sé verkefni borgarinnar að ala upp víðsýnna fólk fyrir framtíðina," segir Sóley. Hún vonast til að stefnumótun og málefnavinnu vegna breytinganna verði lokið fyrir áramót.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira