Innlent

Sigurjón hættur á DV

Andri Ólafsson skrifar
Sigurjón Egilsson
Sigurjón Egilsson

Tilkynnt var um miklar skipulagsbreytingar hjá útgáfufélaginu Birtíngi áðan. Tímaritið Ísafold verður sameinað Nýju Lífi. Ritstjórar verða Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Ásta Andrésdóttir. Jón Trausti Reynisson, sem ritstýrði Ísafold, verður ritstjóri DV ásamt föður sínum Reyni Traustasyni.

Sigurjón Egilsson, sem verið hefur ritstjóri DV ásamt Reyni, verður ritstjóri Mannlífs. Þórarinn Þórarinsson, sem verið hefur ritstjóri Mannlífs tekur við dv.is, en Guðmundur Magnússon lét nýlega af störfum sem ritstjóri vefsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×