Innlent

Flug liggur enn þá niðri

MYND/Stöð 2

Öllu millilandaflugi var frestað um óákveðinn tíma í morgun vegna fárviðris á Keflavíkurflugvelli og innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll liggur líka niðri.

Á Keflavíkurvelli hefur vindurinn hvað eftir annað farið yfir 35 metrar á sekúndu og verið hvassari í hviðum. Auk þess stendur vindurinn á milli flugbrauta þannig að vélarnar hefðu þurft að lenda og taka af í hliðarvindi.

Fjórar Icelandair-vélar og tvær frá Iceland Express áttu að halda utan í morgunsárið og voru flestir farþegarnir komnir í Leifsstö, þegar veðrið skall á. Þá var brottför fjögurra Icelandair véla frá Bandaríkjunum frestað í gærkvöldi en þær áttu að lenda í Keflavík um sexleytið í morgun. Fyrir liggur að engar vélar fara til Bandaríkjanna alveg á næstunni og getur tekið tvo til þrjá sólarhringa að koma áætlun félagsins í eðlilegar skorður á ný.

Afleiltt ferðaveður hefur verið á helstu þjóðvegum til og frá höfuðborgarsvæðinu. bæði á Kjalarnesi, Hellisheiði og á Reykjanesbraut, en ekki er vitað um slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×