Innlent

Vonir glæðast með Ljósinu

Myndin er tekin í Hreyfingu, þar sem fólk Ljóssins stundar líkamsrækt.
Myndin er tekin í Hreyfingu, þar sem fólk Ljóssins stundar líkamsrækt.

Ljósið, endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra, er flutt í glæsilegt húsnæði á Langholtsvegi 43 í Reykjavík.

„Aðstaðan í nýja húsnæðinu er glæsileg og gefur mikla möguleika á að útvíkka starsemina enn frekar," segir Erna Magnúsdóttir, iðjuþjálfi og forstöðumaður Ljóssins.

Nú eru um 100 manns sem nýta sér þjónustu Ljóssins í hverjum mánuði á mánuði. „Fólk kemur hingað til að byggja sig upp andlegan, líkamlegan og félagslega eftir að það hefur greinst með krabbamein eða blóðsjúkdóma," segir Erna og bendir á að sumir koma þangað daglega. „Fólk kemur hingað til að brúa bilið frá veikindum og þangað til það fer á vinnumarkaðinn eða í skóla," bætir Erna við.

Erna segir að starfsemi Ljóssins eigi sér ekki fyrirmynd erlendis frá. „Við höfum vakið töluverða aðdáun erlendis og fólk kemur hingað frá Norðurlöndunum til þess að skoða starfsemina," segir Erna.

Alls kyns tómstundir eru í boði á vegum ljóssins. Þar er til dæmis trésmíðaverkstæði. Þá er Ljósið í samstarfi við Hreyfingu, sem býður upp á jóga og fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×