Innlent

Hjálparbeiðnum til björgunarsveita fjölgar stöðugt

Óveðrið á höfuðborgarsvæðinu færist enn í aukana og hjálparbeiðnum til björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar fjölgar stöðugt.

 

 

Hópar björgunarsveitamanna er nú að sinna þeim 35-40 verkefnum sem þegar hafa borist, m.a. fauk jólatré á stofuglugga í Kópavogi og braut hann þannig að glerbrot dreifðust um stofuna, heitur pottur fauk út á götu í Reykjavík, strætóskýli losnaði og girðingar og skilti fjúka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×