Innlent

Siggi Stormur: Veðrið lægir ekki fyrr en í kvöld

"Það verður afleitt veður með fárviðrishviðum á vestanverðu landinu alveg fram á kvöld," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur fréttastofu Stöðvar 2. Hann segir að veðrið á suðvesturhorninu lægi lítillega upp úr hádegi, rétt á meðan áttin skiptir sér úr suðaustan átt í suðvesturátt. Suðvestanáttin mun þó taka sig aftur upp eftir hádegi og mun ekki lægja aftur fyrr en í kvöld.

Nú er vindhraði um 20 til 30 metrar á sekúndu en mestu fárviðrishviðurnar ná 55 til 60 metrum undir Hafnarfjalli.

Sigurður segir að slæmt veður sé á mestöllu landinu en það sé verra eftir því sem vestar dregur. Skást er veðrið á norðausturlandi. Sigurður segir að eftir því sem líði á daginn muni veður versna á norðanverðu Snæfellsnesi og á Vestfjörðum.

Mesta úrkoman er á suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×