Innlent

Búið að fresta öllu millilandaflugi vegna óveðurs

Búið er að fresta öllu millilandaflugi vegna hvassviðris á Keflavíkurflugvelli. Einnig liggur allt flug niðri á Reykjavíkurflugvelli.

Þar er vindurinn orðinn um það bil 25 metrar á sekúndu og hvassari í hviðum. Auk þess stedur vindurinn á milli flugbrauta þannig að vélarnar þyrftu að lenda og taka af í hliðarvindi.

Fjórar Icelandair vélar og tvær frá Iceland Express áttu að halda utan í morgunsárið, en brottför þeirra hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þá var brottför fjögurra Icelandair véla frá Bandaríkjunum frestað, en þær áttu að lenda í keflavík um sex leitið í morgun. Þær eru ekki væntanelgar fyrr en síðdegis í dag.

Líkur benda til að innanlandsflugið lamist líka, vegna hvassviðris í Reykjavík, en það liggur ekki fyrir á þessari stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×