Innlent

Eldsvoði í Vestmannaeyjum í nótt

Eldur kviknaði í gamla Fiskiðjuhúsinu við smábátahöfnina í Vestmannaeyjum í nótt, en slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn bærist um húsið.

Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálf fjögur og logaði hann þá á annari hæð, þar sem unglingar hafa meðal annars haft aðstöðu til að æfa sig á hljóðfæri. Reykur barst um allt húsið , sem var reykræst, og hefur slökkviliðið vakt á vettvangi þar sem nú er að hvessa í Eyjum og hætt er við að glóð geti leynst einhvernsstaðar.

Eldsupptök eru ókunn, en lögregla rannsakar meðal annars mannaferðir á svæðinu í nótt. Til stóð að loka æfingaaðstöðinni eftir helgi þar sem unglingar voru farnir að nota hana sem samkomustað til áfengis- og fíkniefnaneyslu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×