Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag var þingfest ákæra á hendur 36 ára Breiðhyltingi fyrir að hafa haft í vörslum sínum 599 grömm af amfetamíni sem fundust í töskugeymslu á Kastrup í október í fyrra.
Fíkniefnin fundust í ferðatösku sem ákærði lét geyma fyrir sig á flugvellinum. Það var eftrilitsmaður úr toll- og skattþjónustunni á Kastrup sem fann efnin við reglubundið eftirlit.
Ákærði í málinu mætti ekki til þingfestingarinnar í dag. Verjandi mannsins mætti í hans stað.