Innlent

Hagkaupsbróðir meðeigandi í i8 galleríi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá opnun sýningar Ragnars Kjartanssonar í i8 fyrr á árinu.
Frá opnun sýningar Ragnars Kjartanssonar í i8 fyrr á árinu.

Sigurður Gísli Pálmason athafnamaður hefur ákveðið að ganga til liðs við mæðginin Eddu Jónsdóttur og Börk Arnarson, sem reka listagalleríið i8. „Við höfum verið að svipast um eftir meðeiganda í nokkurn tíma. Að sama skapi hefur Sigurður Gísli verið að fylgjast með okkur og verið áhugasamur og skilningsríkur gagnvart því sem við höfum verið að gera," segir Börkur. Hann telur að áhugi Sigurðar Gísla á að gerast meðeigandi sé mikil viðurkenning fyrir starf i8.

Börkur segir að framundan sé mikill vöxtur hjá i8. „Við förum á 3-4 erlendar kaupstefnur og svo erum við að reyna að koma okkur í nýtt húsnæði. Þar mun þekking og reynsla Sigurðar Gísla verða okkur dýrmæt," segir Börkur.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×