Innlent

Öðruvísi jól eftir eldsvoða

Helga Arnardóttir skrifar

„Jólin hjá okkur verða öðruvísi þetta árið," segir einstæð þriggja barna móðir og eigandi íbúðar sem kviknaði í á Seltjarnarnesinu í morgun. Hún segist hafa rekið sig í takkann á eldavélinni og eldhúsið fuðraði upp á nokkrum mínútum. Fjölskyldan verður að flytja úr íbúðinni yfir jólin.

Íris Gústafsdóttir móðir þriggja barna, á aldrinum 2, 4, og þrettán var á leið í vinnu í morgun þegar hún virðist hafa rekið sig í takkann á eldavélinni. Nágranni sem hringdi á slökkvilið, heyrði í reykskynjara inni í íbúðinni um tíu leytið og sá reyk leggja út á milli stafs og hurðar. Eldhúsið er gjörónýtt og miklar reykskemmdir eru í íbúðinni.

Íris segist vel tryggð og er fegin að myndir, húsgögn og persónulegir munir í íbúðinni hafi sloppið undan eldinum. En fjölskyldan verður að flytja að heiman yfir jólin á meðan íbúðin er reykræst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×