Milljarða kröfur frá ASÍ á ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 12. desember 2007 18:30 Alþýðusambandið vill að ríkið taki upp sérstakan 20 þúsund króna persónuafslátt fyrir þá lægst launuðu, sem kosta myndi ríkissjóð um 14 milljarða króna á ári. Forystumenn ASÍ telja óhjákvæmilegt að ríkisvaldið komi að kjaraviðræðum. Samningar eru lausir um áramót og eiga verkalýðshreyfing og vinnuveitendur í viðræðum um nýja samninga til tveggja ára. Alþýðusambandsforystan gekk á fund forsætisráðherra, utanríkisráðherra, félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra í dag og kynntu fyrir þeim hugmyndir ASÍ um aðkomu ríkisstjórnarinnar að samningum. Þar er gert ráð fyrir að tekinn verði upp sérstakur persónuafsláttur upp á 20 þúsund á mánuði, sem fari lækkani við 150 þúsund króna mánaðarlaun og hverfi við 300 þúsund. Þá verði skerðingarmörk barnabóta hækkuð úr 95 þúsund króna tekjum í 150 þúsund og dregið úr eignatengingum vegna vaxtabóta. Ingibjörg R Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ segir ASÍ leggja áherslu á að bæta hag hinna lægst launuðu, enda hefðu margir þeirra setið eftir í launaskriðinu á yfirstandandi samningstíma. Lagt er til að allar bætur, eins og atvinnuleysisbætur, verði að lágmarki 150 þúsund og að ríkisvaldið hækki framlag sitt til starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu úr 200 milljónum í 700 milljónir. Ljóst er að heildarpakkinn mun kosta ríkissjóð hátt í 20 milljarða. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir í sjálfu sér jákvætt að Alþýðusambandið leggi fram tillögur sem við fyrstu sýn virðst reistar á traustum grunni. Nú muni stjórnvöld láta reikna út hvað þessar tillögur myndu kosta ríkissjóð. Forsætisráðherra segir að allar tillögur um skattabreytingar nái til allra landsmanna en ekki eingöngu félagsfólk í ASÍ og því þurfi m.a. að skoða málin í því samhengi. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Alþýðusambandið vill að ríkið taki upp sérstakan 20 þúsund króna persónuafslátt fyrir þá lægst launuðu, sem kosta myndi ríkissjóð um 14 milljarða króna á ári. Forystumenn ASÍ telja óhjákvæmilegt að ríkisvaldið komi að kjaraviðræðum. Samningar eru lausir um áramót og eiga verkalýðshreyfing og vinnuveitendur í viðræðum um nýja samninga til tveggja ára. Alþýðusambandsforystan gekk á fund forsætisráðherra, utanríkisráðherra, félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra í dag og kynntu fyrir þeim hugmyndir ASÍ um aðkomu ríkisstjórnarinnar að samningum. Þar er gert ráð fyrir að tekinn verði upp sérstakur persónuafsláttur upp á 20 þúsund á mánuði, sem fari lækkani við 150 þúsund króna mánaðarlaun og hverfi við 300 þúsund. Þá verði skerðingarmörk barnabóta hækkuð úr 95 þúsund króna tekjum í 150 þúsund og dregið úr eignatengingum vegna vaxtabóta. Ingibjörg R Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ segir ASÍ leggja áherslu á að bæta hag hinna lægst launuðu, enda hefðu margir þeirra setið eftir í launaskriðinu á yfirstandandi samningstíma. Lagt er til að allar bætur, eins og atvinnuleysisbætur, verði að lágmarki 150 þúsund og að ríkisvaldið hækki framlag sitt til starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu úr 200 milljónum í 700 milljónir. Ljóst er að heildarpakkinn mun kosta ríkissjóð hátt í 20 milljarða. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir í sjálfu sér jákvætt að Alþýðusambandið leggi fram tillögur sem við fyrstu sýn virðst reistar á traustum grunni. Nú muni stjórnvöld láta reikna út hvað þessar tillögur myndu kosta ríkissjóð. Forsætisráðherra segir að allar tillögur um skattabreytingar nái til allra landsmanna en ekki eingöngu félagsfólk í ASÍ og því þurfi m.a. að skoða málin í því samhengi.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira