Innlent

Sendiráð Bandaríkjanna vill ekki tjá sig um mál Erlu Óskar

Andri Ólafsson skrifar
Erla Ósk
Erla Ósk

Sendiráð Bandaríkjanna vill ekki tjá sig um mál Erlu Óskar Arnardóttur sem var handtekinn í Bandaríkjun um helgina og vísað úr landi. Vísir sagði frá málinu í morgun ræddi við Erlu en frásögn hennar má lesa hér.

Í yfirlýsingu sem sendiráðið sendi Vísis segir að yfirleitt stöðvi landamæraverðir för fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna þar til hægt er að senda það aftur þangað sem það hóf för sína. Þetta geti þýtt að manni sé haldið í gæslu yfir nótt.

Varðandi meðferðina á Erlu Ósk segir sendiráðið að allir þeir sem telja sig ekki hafa hlotið réttláta meðferð við landamæraeftirlit séu hvattir til að bera fram kvörtun á vefsíðu heimavarnaráðneytis Bandaríkjanna.

Sendiráðið segist einnig taka við kvörtunum og sem það komi svo áleiðis til heimavarnaráðuneytisins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×