Innlent

Skólastjóri segir innbrotsþjófa hafa þekkt til í Austurbæjarskóla

Andri Ólafsson skrifar
Guðmundur Sighvatsson skólastjóri Austurbæjarskóla
Guðmundur Sighvatsson skólastjóri Austurbæjarskóla

Guðmundur Sighvatsson skólastjóri Austurbæjarskóla segir að svo virðist sem innbrotsþjófur eða þjófar sem rændu skólann um helgina hafi þekkt vel til. Þeir hafi til að mynda vitað hvar verðmæti á borð við fartölvur og myndvarpa var að finna í skólanum þegar þeir létu greipar sópa um helgina.

Enginn merki um innbrot fundust á húsinu og því er talið að innbrotsþjófarnir hafi komist yfir lykla að skólanum.

Spurður hvort þetta bendi til að starfsfólk eða nemendur liggji undir grun um að hafa brotist inn í skólann svaraði Guðmundur: "Þetta gætu verið fyrrverandi nemendur. Ég trúi því allavega ekki að neinn nemenda minna gæti gert eitthvað þessu líkt."

Þýfið úr innbrotinu fannst í Austurbæ Reykjavíkur í dag. Það er metið á allt að eina milljón króna. Lögreglan í Reykjavík vinnur að rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×