Innlent

Búist við miklu hvassviðri

Sigurður Ragnarsson býst við miklu hvassviðri.
Sigurður Ragnarsson býst við miklu hvassviðri.

Veður fer versnandi síðdegis í kvöld og má búast við hvassviðri eða jafnvel stormi á vesturlandi, einkum Snæfellsnesi. Veðurhæðin verður mest á þessu svæði um níuleytið. Veðrið mun svo ganga austur yfir landið og má búast við stormi á Austurlandi, Austfjörðum og Suð-Austurlandi í nótt.

„Mér sýnist ekki vera útlit fyrir jafn slæmt veður nú og það var á föstudaginn. En þó verða hviður inn við fjöll allt að 40 metrar á sekúndu," segir Sigurður Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2. Hann segir að veðrinu fylgi rigning um allt land en það verði nokkuð hlýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×