Innlent

Skarst í andliti í líkamsárás á Hellu

Maður meiddist töluvert í andliti eftir að ráðist var á hann í heimahúsi á Hellu á laugardagskvöld.

Þar höfðu nokkrir menn setið að drykkju en slest upp á vinskapinn milli tveggja þeirra. Lögregla var kölluð á vettvang og var maðurinn sem varð fyrir árásinni fluttur á heilsugæsluna á Hvolsvelli þar sem gert var að sárum hans. Lögregla á eftir að taka skýrslur í málinu en segir það upplýst þar sem vitað er hver hafi ráðist á manninn. Málið fer svo sína leið í kerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×