Innlent

Sjö af 1800 ökumönnum undir áhrifum undir stýri

MYND/KK

Einungis sjö af um 1800 ökumönnum sem lögregla víðs vegar á Norðurlandi stöðvaði um helgina reyndist undir áhrif áfengis eða fíkniefna. Þetta kemur fram í frétt á vef lögreglunnar.

Um var að ræða samstarfsverkefni lögregluliðanna á Norðurlandi en fjórir hinna teknu reyndust ölvaðir en þrír undir áhrifum fíkniefna. Alls hafa því sjö ökumenn verið teknir grunaðir um ölvun við akstur og fjórir fyrir ætlaðan fíkniefnaakstur í þessu samstarfsverkefni sem hófst fyrir rúmum háflum mánuði.

Lögreglumenn munu hvarvetna fylgjast sérstaklega með þessum þætti áfram enda virðist full þörf á því segir lögregla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×