Innlent

Gripin með fíkniefni í leggöngum á Litla Hrauni

Litla Hraun
Litla Hraun

Stúlka var í dag dæmd í Héraðsdómi Suðurlands fyrir smygl á 9 gulum ílöngum töflum af lyfinu "tafil". Hún var einnig með nokkur grömm af amfetamíni sem fannst við leit á henni.

Stúlkan var með töflurnar vafðar inn í plast og svart einangrunarlímband sem hún kom fyrir í leggöngum sínum. Við komuna á Litla Hraun sýndi fíkniefnahundur henni mikinn áhuga en í dómnum er hann sagður hafa "merkt" ákærðu.

Við röntgenmyndatöku á heilsugæslustöð á Selfossi framvísaði hún pakkanum. Stúlkan var dæmd til þess að greiða 60.000 króna sekt í ríkissjóð innan 4 vikna, annars sitja af sér fangelsisdóm í sex daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×