Enski boltinn

Wenger treystir á núverandi hóp

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wenger er ekki að fara að taka upp veskið í janúar.
Wenger er ekki að fara að taka upp veskið í janúar.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist ekki ætla að bæta við sig leikmönnum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Emmanuel Eboue og Kolo Toure munu halda í Afríkukeppnina í næsta mánuði.

„Við vissum af Afríkukeppninni fyrir leiktíðina og gerðum ráð fyrir að missa þessa leikmenn. Við gerðum reyndar líka ráð fyrir því að Emmanuel Adebayor færi en gleðjumst yfir því að halda honum," sagði Wenger. „Ég ætla ekkert að útiloka en við erum ekkert að skoða markaðinn núna."

Þegar hann var spurður út í mál þýska markvarðarins Jens Lehmann var svarið: „Minn vilji er að halda honum en ef hann vill fara stöndum við ekki í vegi hans. Við munum skoða þetta í sameiningu," sagði Wenger.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×