Enski boltinn

Fabregas ekki á förum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fabregas orðaður við Real Madrid.
Fabregas orðaður við Real Madrid.

Cesc Fabregas er ekki tilbúinn að fara frá Arsenal og ganga til liðs við spænska stórliðið Real Madrid. Fabregas hefur leikið frábærlega á tímabilinu og hefur lengi verið á óskalista Madrídarliðsins.

Fabregas framlengdi samningi sínum við Arsenal fyrir ári síðan og segir umboðsmaður hans að hann muni standa við þann samning. Hans metnaður sé að vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Arsenal.

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, sagði í viðtali um jólin að Fabregas væri efstur á óskalista liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×