Stórkostlegur heiður 5. apríl 2007 15:15 KK tekur á móti heiðursnafnbótinni úr höndum Björgvins Gíslasonar. Halldór Bragason stendur til hliðar. MYNND/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK, var kjörinn Blúsmaður ársins við setningu Blúshátíðar í Reykjavík á Hótel Nordica í fyrrakvöld. Það var Blúsfélag Reykjavíkur sem sæmdi KK nafnbótinni. Þeir sem áður hafa hlotið þennan heiður eru Magnús Eiríksson (2004), Björgvin Gíslason (2005) og Andrea Gylfadóttir (2006). „Það er stórkostlegur heiður að fá að vera með þessum mönnum, Magnúsi Eiríkíks, Björgvini Gísla og síðan Andreu Gylfa. Að fá að sitja með þeim til sætis sem blúsmaður er frábært,“ segir KK. Eftir að hann tók á móti viðurkenningunni tók hann lagið með hljómsveitinni Frakkarnir, þar sem Björgvin Gíslason er einmitt einn meðlima. „Þetta er bandið sem ég er búinn að vera að leita að. Ég spilaði á munnhörpu og söng og Gummi [Guðmundur Pétursson] og Björgvin spiluðu á gítar. Þeir voru svo afslappaðir gagnvart hvor öðrum og voru ekkert í neinum sóló-einvígjum,“ segir hann og hlær. KK segist ekki hafa átt von á þessum heiðursverðlaunum. „Þetta er mikill heiður sem mér er sýndur og mjög gaman að fá þessa nafnbót. Þetta er gaman á ferilsskrána og maður er bara snortinn, blússnortinn.“ KK hefur árum saman verið í fararbroddi í blústónlist á Íslandi. Á síðasta ári gaf hann út plötuna Blús sem hlaut einróma lof gagnrýnenda en hann vakti fyrst athygli hér á landi með KK-bandinu. Á meðal vinsælustu laga þeirrar sveitar voru Bein leið og Vegbúinn. Hann segist alla tíð hafa verið mikill blúsari. „Það byrja allir á þessu því þetta er svo þægileg tónlist til þess. Þegar maður fór að hlusta á rokkið fórum við að sjá nöfn eins Robert Johnson og Muddy Waters. Þetta er vagga dægurlagatónlistarinnar. „Blues had a baby and they called it rock n" roll“. Síðan eru barnabörnin óteljandi eins og rapp, hip hop og dauðarokk.“ KK spilar næst í Fríkirkjunni annað kvöld á Blúshátíð Reykjavíkur. Þar koma einnig fram Zora Young, Andrea Gylfadóttir, Lay Low, Brynhildur Björnsdóttir og Goðsagnir Íslands. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK, var kjörinn Blúsmaður ársins við setningu Blúshátíðar í Reykjavík á Hótel Nordica í fyrrakvöld. Það var Blúsfélag Reykjavíkur sem sæmdi KK nafnbótinni. Þeir sem áður hafa hlotið þennan heiður eru Magnús Eiríksson (2004), Björgvin Gíslason (2005) og Andrea Gylfadóttir (2006). „Það er stórkostlegur heiður að fá að vera með þessum mönnum, Magnúsi Eiríkíks, Björgvini Gísla og síðan Andreu Gylfa. Að fá að sitja með þeim til sætis sem blúsmaður er frábært,“ segir KK. Eftir að hann tók á móti viðurkenningunni tók hann lagið með hljómsveitinni Frakkarnir, þar sem Björgvin Gíslason er einmitt einn meðlima. „Þetta er bandið sem ég er búinn að vera að leita að. Ég spilaði á munnhörpu og söng og Gummi [Guðmundur Pétursson] og Björgvin spiluðu á gítar. Þeir voru svo afslappaðir gagnvart hvor öðrum og voru ekkert í neinum sóló-einvígjum,“ segir hann og hlær. KK segist ekki hafa átt von á þessum heiðursverðlaunum. „Þetta er mikill heiður sem mér er sýndur og mjög gaman að fá þessa nafnbót. Þetta er gaman á ferilsskrána og maður er bara snortinn, blússnortinn.“ KK hefur árum saman verið í fararbroddi í blústónlist á Íslandi. Á síðasta ári gaf hann út plötuna Blús sem hlaut einróma lof gagnrýnenda en hann vakti fyrst athygli hér á landi með KK-bandinu. Á meðal vinsælustu laga þeirrar sveitar voru Bein leið og Vegbúinn. Hann segist alla tíð hafa verið mikill blúsari. „Það byrja allir á þessu því þetta er svo þægileg tónlist til þess. Þegar maður fór að hlusta á rokkið fórum við að sjá nöfn eins Robert Johnson og Muddy Waters. Þetta er vagga dægurlagatónlistarinnar. „Blues had a baby and they called it rock n" roll“. Síðan eru barnabörnin óteljandi eins og rapp, hip hop og dauðarokk.“ KK spilar næst í Fríkirkjunni annað kvöld á Blúshátíð Reykjavíkur. Þar koma einnig fram Zora Young, Andrea Gylfadóttir, Lay Low, Brynhildur Björnsdóttir og Goðsagnir Íslands.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira