Telur flugmenn hafa brugðist hárrétt við 29. október 2007 14:55 MYND/Víkurfréttir/Páll Ketilsson Framkvæmdastjóri flugfélagsins JetX, sem á flugvélina sem hafnaði utan flugbrautar á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt, telur að flugmenn vélarinnar hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem komu upp í lendingunni. Eins og fram hefur komið í fréttum rannsakar Rannsóknarnefnd flugslysa atvikið. Fram kemur á heimasíðu nefndarinnar að í aðflugi að Keflavíkurflugvelli hafi áhöfn JetX-vélarinnar fengið þær upplýsingar að bremsuskilyrði hafi verið góð en með ís á stöku stað. Hins vegar hafi áhöfnin orðið vör við að bremsuskilyrðin voru ekki eins og hún bjóst við og þegar ljóst var að flugvélin myndi ekki stöðvast fyrir brautarendann reyndi flugstjórinn að beygja út af brautinni og inn á akbraut. Þá rann vélin í hálku og hafnaði með hægra aðalhjól og nefhjól utan akbrautar. Þurftu að grípa til harðrar lendingar Ingimar Haukur Ingimarsson, framkvæmdastjóri JetX, segir að áhöfn vélarinnar hafi í gær gefið skýrslu hjá Rannsóknarnefnd flugslysa og þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins einnig rætt við áhöfnina. Hann vísar í orð á heimasíðu Rannsóknarnefndar flugslysa um aðdraganda lendingarinnar og segir lendingarskilyrði ekki hafa verið góð. Flugmennirnir hafi þurft að grípa til svokallaðrar harðrar lendingar til þess að tryggja að vélin fengi gott grip en vélin sé byggð fyrir slíkt. Flugmennirnir hafi svo reynt að bremsa en flugbrautin hafi verið flughál og því hafi ekki verið við neitt ráðið. „Ég skil vel að upplifun farþega hafi ekki verið þægileg og fólki bregður þegar vélin lendir harkalega. Þetta var hins vegar gert af öryggisástæðum og samkvæmt verklagsreglum," segir Ingimar. Hann segist treysta því að upptökur úr flugritanum, sem sendur er til Englands til rannsóknar, staðfesti það sem fram hafi komið og að flugmennirnir hafi staðið rétt að málum. Flugvélin aftur í áætlunarflug síðar í dag Aðspurður á Ingimar von á því að vélin fari aftur í loftið síðar í dag. Flugfélagið hafi kallað til sérfræðinga erlendis frá til að fara yfir vélina. Þeir hafi skoðað hana og myndað í bak og fyrir og sent myndir til framleiðandans, Boeing. Framleiðandinn hafi í morgun sent ábendingar um að skoða ætti sjö atriði og þegar sé búið að kanna fimm þeirra. Skoðun hinna tveggja atriðanna ljúki síðar í dag og þá geti vélin haldið áfram áætlunarflugi sínu fyrir ferðaskrifstofuna Primera. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Framkvæmdastjóri flugfélagsins JetX, sem á flugvélina sem hafnaði utan flugbrautar á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt, telur að flugmenn vélarinnar hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem komu upp í lendingunni. Eins og fram hefur komið í fréttum rannsakar Rannsóknarnefnd flugslysa atvikið. Fram kemur á heimasíðu nefndarinnar að í aðflugi að Keflavíkurflugvelli hafi áhöfn JetX-vélarinnar fengið þær upplýsingar að bremsuskilyrði hafi verið góð en með ís á stöku stað. Hins vegar hafi áhöfnin orðið vör við að bremsuskilyrðin voru ekki eins og hún bjóst við og þegar ljóst var að flugvélin myndi ekki stöðvast fyrir brautarendann reyndi flugstjórinn að beygja út af brautinni og inn á akbraut. Þá rann vélin í hálku og hafnaði með hægra aðalhjól og nefhjól utan akbrautar. Þurftu að grípa til harðrar lendingar Ingimar Haukur Ingimarsson, framkvæmdastjóri JetX, segir að áhöfn vélarinnar hafi í gær gefið skýrslu hjá Rannsóknarnefnd flugslysa og þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins einnig rætt við áhöfnina. Hann vísar í orð á heimasíðu Rannsóknarnefndar flugslysa um aðdraganda lendingarinnar og segir lendingarskilyrði ekki hafa verið góð. Flugmennirnir hafi þurft að grípa til svokallaðrar harðrar lendingar til þess að tryggja að vélin fengi gott grip en vélin sé byggð fyrir slíkt. Flugmennirnir hafi svo reynt að bremsa en flugbrautin hafi verið flughál og því hafi ekki verið við neitt ráðið. „Ég skil vel að upplifun farþega hafi ekki verið þægileg og fólki bregður þegar vélin lendir harkalega. Þetta var hins vegar gert af öryggisástæðum og samkvæmt verklagsreglum," segir Ingimar. Hann segist treysta því að upptökur úr flugritanum, sem sendur er til Englands til rannsóknar, staðfesti það sem fram hafi komið og að flugmennirnir hafi staðið rétt að málum. Flugvélin aftur í áætlunarflug síðar í dag Aðspurður á Ingimar von á því að vélin fari aftur í loftið síðar í dag. Flugfélagið hafi kallað til sérfræðinga erlendis frá til að fara yfir vélina. Þeir hafi skoðað hana og myndað í bak og fyrir og sent myndir til framleiðandans, Boeing. Framleiðandinn hafi í morgun sent ábendingar um að skoða ætti sjö atriði og þegar sé búið að kanna fimm þeirra. Skoðun hinna tveggja atriðanna ljúki síðar í dag og þá geti vélin haldið áfram áætlunarflugi sínu fyrir ferðaskrifstofuna Primera.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira