Innlent

Lögreglumaður fluttur á sjúkrahús á Akureyri í nótt

Lögreglumaður á Akureyri var fluttur á sjúkrahús í nótt og lagður þar inn í kjölfar árásar er hann varð fyrir frá aðila sem lögreglan var að hafa afskipti af.

Lögreglan var að færa handtekinn mann í lögreglubifeið fyrir utan skemmtistað í miðbænum þegar sá handtekni náði að veitast að lögreglumanninum og veita honum höfuðhögg þannig að á sá.

Var lögreglumaðurinn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar og var hann lagður inn til rannsóknar í kjölfarið. Árásaraðilinn var fluttur á lögreglustöðina og vistaður þar.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri er málið enn í rannsókn en ekki var talið að lögreglumaðurinn hefði slasast alvarlega við árásina. „Þetta var þó eitthvað óljóst og því var ákveðið að hafa hann þarna uppfrá í nótt.“

Lögreglan segir að einnig hafi tvítug stúlka verið slegin í andlitið á veitingastað á Akrureyri í nótt með þeim afleiðingum að það brotnaði tönn. „Annars sigldi þetta nokkuð vel hjá okkur í nótt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×