Enski boltinn

Stutt í Agger

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Agger, leikmaður Liverpool.
Daniel Agger, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segir að ekki sé langt í að varnarmaðurinn Daniel Agger verði leikfær á nýjan leik eftir meiðsli.

Agger hefur ekki spilað með Liverpool síðan hann ristarbrotnaði í september síðastliðnum en Benitez vonast til að hann geti komið við sögu í allra næstu leikjum.

„Það er stutt í hann en ég get ekki sagt hvaða leik hann mun spila. Við viljum flýta okkur hægt og vera vissir um að hann sé í lagi. Þetta kemur betur í ljós á næstu dögum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×