Innlent

Ívar Aron Hill enn ákærður

Ívar Aron Hill Ævarsson, 21 árs síbrotamaður, hefur verið ákærður fyrir þjófnaðar- og umferðarlagabrot sem hann framdi dagana eftir að honum var sleppt lausum úr gæsluvarðhaldi í byrjun júlí.

Ívar var dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir mikla afbrotahrinu 12. júlí síðastliðinn ásamt stórum hópi brotamanna.

Hann er nú ákærður fyrir að hafa brotist inn í bifreið 4. júlí, daginn sem hann losnaði úr varðhaldi, og stela úr henni. Daginn eftir reyndi hann að brjótast inn í íbúð og sama dag ók hann próflaus og undir áhrifum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×