Innlent

Árangur gegn sjóráni

Einar K. Guðfinnsson, Finn Karlsen, sjávarútvegsráðherra Grænlands, og Björn Kalsö, sjávarútvegsráðherra Færeyja.
Einar K. Guðfinnsson, Finn Karlsen, sjávarútvegsráðherra Grænlands, og Björn Kalsö, sjávarútvegsráðherra Færeyja.

Samhæfðar aðgerðir ríkja við Norður-Atlantshafið gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum á svæðinu hafa borið árangur. Þetta er niðurstaða fundar sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsins sem haldinn var á Grænlandi og lauk í gær. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sat fundinn ásamt ráðherrum eða fulltrúm þeirra fá, Grænlandi, Færeyjum, Kanada, Noregi og Rússlandi, auk fulltrúa Evrópusambandsins.

Aðgerðir gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum var aðalefni fundarins og lýstu ráðherrarnir sérstakri ánægju með árangur þeirra. Í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að til dæmis hafi ekki orðið vart við veiðar sjóræningjaskipa á Reykjaneshrygg það sem af er ári, en veiðar þeirra þar hafa verið viðvarandi vandamál undanfarin ár. Áætlað er að þau hafi veitt í það minnsta 20 þúsund tonn af úthafskarfa þar á síðasta ári.

Aðgerðirnar sem gripið hefur verið til fela meðal annars í sér að banna skipum sem stundað hafa ólöglega veiðar að koma til hafnar aðildarríkjanna. Nokkur sjóræningjaskip hafa verið rifin í brotajárn eða kyrrsett.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.