Fagnar áhuga íslenskra orkufyrirtækja á Rúmeníu 20. september 2007 14:38 Calin Popescu Tariceanu, forsætisráðherra Rúmeníu, vill ólmur í samstarf við íslensk orkufyrirtæki. MYND/AFP Forsætisráðherra Rúmeníu hvetur íslensk fyrirtæki til að taka virkan þátt í efnahagsuppbyggingunni í landinu og fagnar áhuga íslenskra orkufyrirtækja og fjárfestingaraðila á orkulindum landsins. Þetta kom fram á fundi hans með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í morgun, en Ólafur Ragnar er nú í opinberri heimsókn í Rúmeníu. Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að forsætisráðherrann, Calin Popescu Tariceanu, teldi reynslu Íslendinga forvitnilega því þeim hefði tekist að hefja þjóðina úr fátækt til einhverrar mestu velmegunar sem þekkist í veröldinni á fáeinum áratugum. Rúmenía þyrfti að ná hliðstæðum árangri. Þá lýsti hann áhuga á að koma í heimsókn til Íslands til að kynna sér nánar íslensk orkufyrirtæki og reynslu þjóðarinnar í þessum efnum. Um 60 manna viðskiptasendinefnd frá 30 fyrirtækjum er með forseta Íslands í för til Rúmeníu ásamt Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra. Efnt var til viðskiptaráðstefnu í Búkarest sem Útflutningsráð undirbjó. Þar var sérstaklega fjallað um möguleika á samvinnu í orkumálum. Fulltrúar íslenskra og rúmenskra orkufyrirtækja fluttu erindi á ráðstefnunni og viðræður fóru fram milli fjölda íslenskra fyrirtækja og hugsanlegra rúmenskra samstarfsaðila. Íslensk útrás í prentiðnaði Þá kemur fram í tilkynningunni að íslenska fyrirtækið Kvos, sem meðal annars á Odda og Gutenberg, hafi að undanförnu staðið fyrir mikilli útrás í prentiðnaði til austurs. Fyrirtækið hélt í dag blaðamannafund sem forsetinn tók þátt í og tilkynnti að það hefði nú náð þeim árangri, meðal annars með kaupum á ýmsum fyrirtækjum, að verða stærsta prentfyrirtæki í Suðaustur-Evrópu. Alls starfa um þúsund manns hjá fyrirtækinu sem starfar undir nafninu Infopress Group. Það stefnir enn fremur að því að tvöfalda umsvif sín á næstu 3-4 árum. Forsetinn mun svo í dag verða viðstaddur opnun nýrrar skrifstofu fjárfestingafyrirtækisins Askar Capital í Búkarest en það stefnir að víðtækum fjárfestingum í Rúmeníu og víðar í Suðaustur-Evrópu. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Forsætisráðherra Rúmeníu hvetur íslensk fyrirtæki til að taka virkan þátt í efnahagsuppbyggingunni í landinu og fagnar áhuga íslenskra orkufyrirtækja og fjárfestingaraðila á orkulindum landsins. Þetta kom fram á fundi hans með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í morgun, en Ólafur Ragnar er nú í opinberri heimsókn í Rúmeníu. Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að forsætisráðherrann, Calin Popescu Tariceanu, teldi reynslu Íslendinga forvitnilega því þeim hefði tekist að hefja þjóðina úr fátækt til einhverrar mestu velmegunar sem þekkist í veröldinni á fáeinum áratugum. Rúmenía þyrfti að ná hliðstæðum árangri. Þá lýsti hann áhuga á að koma í heimsókn til Íslands til að kynna sér nánar íslensk orkufyrirtæki og reynslu þjóðarinnar í þessum efnum. Um 60 manna viðskiptasendinefnd frá 30 fyrirtækjum er með forseta Íslands í för til Rúmeníu ásamt Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra. Efnt var til viðskiptaráðstefnu í Búkarest sem Útflutningsráð undirbjó. Þar var sérstaklega fjallað um möguleika á samvinnu í orkumálum. Fulltrúar íslenskra og rúmenskra orkufyrirtækja fluttu erindi á ráðstefnunni og viðræður fóru fram milli fjölda íslenskra fyrirtækja og hugsanlegra rúmenskra samstarfsaðila. Íslensk útrás í prentiðnaði Þá kemur fram í tilkynningunni að íslenska fyrirtækið Kvos, sem meðal annars á Odda og Gutenberg, hafi að undanförnu staðið fyrir mikilli útrás í prentiðnaði til austurs. Fyrirtækið hélt í dag blaðamannafund sem forsetinn tók þátt í og tilkynnti að það hefði nú náð þeim árangri, meðal annars með kaupum á ýmsum fyrirtækjum, að verða stærsta prentfyrirtæki í Suðaustur-Evrópu. Alls starfa um þúsund manns hjá fyrirtækinu sem starfar undir nafninu Infopress Group. Það stefnir enn fremur að því að tvöfalda umsvif sín á næstu 3-4 árum. Forsetinn mun svo í dag verða viðstaddur opnun nýrrar skrifstofu fjárfestingafyrirtækisins Askar Capital í Búkarest en það stefnir að víðtækum fjárfestingum í Rúmeníu og víðar í Suðaustur-Evrópu.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira