Neita að upplýsa um kreditkort ráðherra 2. apríl 2007 06:45 Notkun kreditkorta ráðherra á nafni ríkisins er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og ekki til persónulegra innkaupa. MYND/Pjetur Átta ráðherrar hafa kreditkort ríkisins á sínu nafni en fjórir ekki. Ráðuneytin átta neita öll að afhenda afrit af greiðsluyfirliti vegna kreditkortanna. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir ráðuneytin geta ákveðið hvort viðkomandi ráðherra hafi kreditkort ríkisins á sínu nafni. „Við höfum verið dálítið íhaldssamir með að menn væru ekki að nota þetta, sérstaklega vegna þess að utanumhaldið er erfitt. Við vorum spurðir um þetta á sínum tíma og vorum frekar á því að sleppa því en gátum ekki bannað það," segir ríkisendurskoðandi. Það eru forsætisráðherra, utanríkisráðherra, landbúnaðarráðherra, menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra og félagsmálaráðherra sem hafa kreditkort á sínu nafni, líkt og forverar þeirra. Sigurður Þórðarson. Gátum ekki bannað kreditkortin, segir ríkisendurskoðandi. Notkun kreditkorta ráðherranna er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og þau eru ekki ætluð til persónulegra innkaupa. Úttektarheimildin er 700 þúsund krónur í nánast öllum ráðuneytum. Fréttablaðið spurði ráðuneytin hvort kort ráðherra hefði einhvern tímann verið notað til persónulegra innkaupa. Félagsmálaráðuneytið sagði kreditkort ráðuneytisins aldrei hafa verið notuð til persónulegra innkaupa. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sagði það ekki hafa gerst í ráðuneytinu að kreditkortið hefði verið notað fyrir einkaútgjöldum. Önnur ráðuneyti létu nægja að vitna í reglur um notkun kortsins: „Notkun þess er bundin við kostnað vegna ferðalaga ráðherra en ekki til persónulegra innkaupa," segir til dæmis í svari utanríkisráðuneytisins. Bolli Þór Bollason. Kreditkortin notuð til þæginda, segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Bolli sagði kreditkort ríkisins á nafni ráðherra eða ráðuneytisstjóra vera notað til að greiða hótel og hugsanlega risnu ráðuneytisins. „Það kemur fyrir að ráðherra heldur boð í útlöndum og þá er stundum greitt með þessu korti en yfirleitt greiðir ráðuneytisstjórinn. Það er mjög sjaldgæft að forsætisráðherra noti sitt kort," segir Bolli Þór. Spurður um ástæðu fyrir notkun kortanna segir Bolli Þór það einfaldlega vera spurningu um þægindi: „Menn voru ýmist að greiða af dagpeningum sínum, með eigin korti eða fá með sér mikið af gjaldeyri. Það er miklu eðlilegra að hafa kort á vegum ráðuneytisins og þvælast ekki um með gjaldeyri eða blanda eigin kortum í þetta." Kosningar 2007 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Átta ráðherrar hafa kreditkort ríkisins á sínu nafni en fjórir ekki. Ráðuneytin átta neita öll að afhenda afrit af greiðsluyfirliti vegna kreditkortanna. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir ráðuneytin geta ákveðið hvort viðkomandi ráðherra hafi kreditkort ríkisins á sínu nafni. „Við höfum verið dálítið íhaldssamir með að menn væru ekki að nota þetta, sérstaklega vegna þess að utanumhaldið er erfitt. Við vorum spurðir um þetta á sínum tíma og vorum frekar á því að sleppa því en gátum ekki bannað það," segir ríkisendurskoðandi. Það eru forsætisráðherra, utanríkisráðherra, landbúnaðarráðherra, menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra og félagsmálaráðherra sem hafa kreditkort á sínu nafni, líkt og forverar þeirra. Sigurður Þórðarson. Gátum ekki bannað kreditkortin, segir ríkisendurskoðandi. Notkun kreditkorta ráðherranna er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og þau eru ekki ætluð til persónulegra innkaupa. Úttektarheimildin er 700 þúsund krónur í nánast öllum ráðuneytum. Fréttablaðið spurði ráðuneytin hvort kort ráðherra hefði einhvern tímann verið notað til persónulegra innkaupa. Félagsmálaráðuneytið sagði kreditkort ráðuneytisins aldrei hafa verið notuð til persónulegra innkaupa. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sagði það ekki hafa gerst í ráðuneytinu að kreditkortið hefði verið notað fyrir einkaútgjöldum. Önnur ráðuneyti létu nægja að vitna í reglur um notkun kortsins: „Notkun þess er bundin við kostnað vegna ferðalaga ráðherra en ekki til persónulegra innkaupa," segir til dæmis í svari utanríkisráðuneytisins. Bolli Þór Bollason. Kreditkortin notuð til þæginda, segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Bolli sagði kreditkort ríkisins á nafni ráðherra eða ráðuneytisstjóra vera notað til að greiða hótel og hugsanlega risnu ráðuneytisins. „Það kemur fyrir að ráðherra heldur boð í útlöndum og þá er stundum greitt með þessu korti en yfirleitt greiðir ráðuneytisstjórinn. Það er mjög sjaldgæft að forsætisráðherra noti sitt kort," segir Bolli Þór. Spurður um ástæðu fyrir notkun kortanna segir Bolli Þór það einfaldlega vera spurningu um þægindi: „Menn voru ýmist að greiða af dagpeningum sínum, með eigin korti eða fá með sér mikið af gjaldeyri. Það er miklu eðlilegra að hafa kort á vegum ráðuneytisins og þvælast ekki um með gjaldeyri eða blanda eigin kortum í þetta."
Kosningar 2007 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira