Neita að upplýsa um kreditkort ráðherra 2. apríl 2007 06:45 Notkun kreditkorta ráðherra á nafni ríkisins er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og ekki til persónulegra innkaupa. MYND/Pjetur Átta ráðherrar hafa kreditkort ríkisins á sínu nafni en fjórir ekki. Ráðuneytin átta neita öll að afhenda afrit af greiðsluyfirliti vegna kreditkortanna. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir ráðuneytin geta ákveðið hvort viðkomandi ráðherra hafi kreditkort ríkisins á sínu nafni. „Við höfum verið dálítið íhaldssamir með að menn væru ekki að nota þetta, sérstaklega vegna þess að utanumhaldið er erfitt. Við vorum spurðir um þetta á sínum tíma og vorum frekar á því að sleppa því en gátum ekki bannað það," segir ríkisendurskoðandi. Það eru forsætisráðherra, utanríkisráðherra, landbúnaðarráðherra, menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra og félagsmálaráðherra sem hafa kreditkort á sínu nafni, líkt og forverar þeirra. Sigurður Þórðarson. Gátum ekki bannað kreditkortin, segir ríkisendurskoðandi. Notkun kreditkorta ráðherranna er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og þau eru ekki ætluð til persónulegra innkaupa. Úttektarheimildin er 700 þúsund krónur í nánast öllum ráðuneytum. Fréttablaðið spurði ráðuneytin hvort kort ráðherra hefði einhvern tímann verið notað til persónulegra innkaupa. Félagsmálaráðuneytið sagði kreditkort ráðuneytisins aldrei hafa verið notuð til persónulegra innkaupa. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sagði það ekki hafa gerst í ráðuneytinu að kreditkortið hefði verið notað fyrir einkaútgjöldum. Önnur ráðuneyti létu nægja að vitna í reglur um notkun kortsins: „Notkun þess er bundin við kostnað vegna ferðalaga ráðherra en ekki til persónulegra innkaupa," segir til dæmis í svari utanríkisráðuneytisins. Bolli Þór Bollason. Kreditkortin notuð til þæginda, segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Bolli sagði kreditkort ríkisins á nafni ráðherra eða ráðuneytisstjóra vera notað til að greiða hótel og hugsanlega risnu ráðuneytisins. „Það kemur fyrir að ráðherra heldur boð í útlöndum og þá er stundum greitt með þessu korti en yfirleitt greiðir ráðuneytisstjórinn. Það er mjög sjaldgæft að forsætisráðherra noti sitt kort," segir Bolli Þór. Spurður um ástæðu fyrir notkun kortanna segir Bolli Þór það einfaldlega vera spurningu um þægindi: „Menn voru ýmist að greiða af dagpeningum sínum, með eigin korti eða fá með sér mikið af gjaldeyri. Það er miklu eðlilegra að hafa kort á vegum ráðuneytisins og þvælast ekki um með gjaldeyri eða blanda eigin kortum í þetta." Kosningar 2007 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Átta ráðherrar hafa kreditkort ríkisins á sínu nafni en fjórir ekki. Ráðuneytin átta neita öll að afhenda afrit af greiðsluyfirliti vegna kreditkortanna. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir ráðuneytin geta ákveðið hvort viðkomandi ráðherra hafi kreditkort ríkisins á sínu nafni. „Við höfum verið dálítið íhaldssamir með að menn væru ekki að nota þetta, sérstaklega vegna þess að utanumhaldið er erfitt. Við vorum spurðir um þetta á sínum tíma og vorum frekar á því að sleppa því en gátum ekki bannað það," segir ríkisendurskoðandi. Það eru forsætisráðherra, utanríkisráðherra, landbúnaðarráðherra, menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra og félagsmálaráðherra sem hafa kreditkort á sínu nafni, líkt og forverar þeirra. Sigurður Þórðarson. Gátum ekki bannað kreditkortin, segir ríkisendurskoðandi. Notkun kreditkorta ráðherranna er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og þau eru ekki ætluð til persónulegra innkaupa. Úttektarheimildin er 700 þúsund krónur í nánast öllum ráðuneytum. Fréttablaðið spurði ráðuneytin hvort kort ráðherra hefði einhvern tímann verið notað til persónulegra innkaupa. Félagsmálaráðuneytið sagði kreditkort ráðuneytisins aldrei hafa verið notuð til persónulegra innkaupa. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sagði það ekki hafa gerst í ráðuneytinu að kreditkortið hefði verið notað fyrir einkaútgjöldum. Önnur ráðuneyti létu nægja að vitna í reglur um notkun kortsins: „Notkun þess er bundin við kostnað vegna ferðalaga ráðherra en ekki til persónulegra innkaupa," segir til dæmis í svari utanríkisráðuneytisins. Bolli Þór Bollason. Kreditkortin notuð til þæginda, segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Bolli sagði kreditkort ríkisins á nafni ráðherra eða ráðuneytisstjóra vera notað til að greiða hótel og hugsanlega risnu ráðuneytisins. „Það kemur fyrir að ráðherra heldur boð í útlöndum og þá er stundum greitt með þessu korti en yfirleitt greiðir ráðuneytisstjórinn. Það er mjög sjaldgæft að forsætisráðherra noti sitt kort," segir Bolli Þór. Spurður um ástæðu fyrir notkun kortanna segir Bolli Þór það einfaldlega vera spurningu um þægindi: „Menn voru ýmist að greiða af dagpeningum sínum, með eigin korti eða fá með sér mikið af gjaldeyri. Það er miklu eðlilegra að hafa kort á vegum ráðuneytisins og þvælast ekki um með gjaldeyri eða blanda eigin kortum í þetta."
Kosningar 2007 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira