Tveir stjórnarkostir langvinsælastir 27. mars 2007 06:45 Skoðanakönnun Alls 30,2 prósent segjast vilja að núverandi stjórnarflokkar verði áfram við stjórnvölinn eftir kosningar og eru það aðeins fleiri nú sem vilja áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en í janúar, þegar Fréttablaðið spurði sömu spurningar. Jafnmargir, eða 30,2 prósent, segjast vilja að Samfylking og Vinstri grænt myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Mun fleiri nefna nú þennan valmöguleika en í könnun Fréttablaðsins í janúar, þegar 9,3 prósent sögðust vilja að þessir tveir flokkar mynduðu ríkisstjórn eftir kosningar. Vinsældir stjórnarandstöðunnar sem ríkisstjórnarvalkostur hafa dalað verulega. Í ágúst á síðasta ári sögðust 14,8 prósent vilja að stjórnarandstaðan öll myndaði næstu ríkisstjórn. Í janúar nefndu 22,6 prósent þann valmöguleika. Nú eru það einungis 5,9 prósent sem vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna. Vegna þess hve þeim hefur fjölgað sem vilja tveggja flokka stjórn Samfylkingar og vinstri grænna er mjög líklegt að þeim hafi fækkað mjög sem vilja að Frjálslyndi flokkurinn komi að ríkisstjórn. Samstarf Sjálfstæðisflokks við Samfylkingu eða Vinstri grænt hafa sumir talið álitlegan valkost, þannig sögðust 12,3 prósent í ágúst vilja að Sjálfstæðisflokkur myndaði stjórn með Samfylkingu. Einungis 7,6 prósent eru á þeirri skoðun nú. Þá sögðust 9,0 prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna. Nú eru 12,4 prósent á þeirri skoðun. Ef litið er til óska landsmanna, eftir því hvaða flokk þeir kjósa, segjast 89,2 prósent framsóknarmanna vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, sem eru nokkuð fleiri framsóknarmenn en í janúar, þegar 68,0 prósent þeirra vildu slíkt samstarf. 62,1 prósent sjálfstæðismanna er því sammála, en það voru 53,4 prósent þeirra í janúar. 60,0 prósent frjálslyndra vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna, svipað hlutfall og mældist í janúar. Alls 88,9 prósent stuðningfólks Íslandshreyfingarinnar vilja aðra ríkisstjórn með aðild hreyfingarinnar, ýmist stjórn til hægri eða vinstri. 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja tveggja flokka stjórn með vinstri grænum, en það voru 20,2 prósent þeirra sem sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu flestir kjósendur Samfylkingar þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar eftir kosningar. 70,4 prósent kjósenda vinstri grænna vilja tveggja flokka stjórn með Samfylkingu, en 25,4 prósent þeirra sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu 38,0 prósent kjósenda vinstri grænna þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar. Af þeim sem eru óákveðnir segjast flestir, eða 26,0 prósent, vilja áframhaldandi stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var; Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? 61,3 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2007 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Skoðanakönnun Alls 30,2 prósent segjast vilja að núverandi stjórnarflokkar verði áfram við stjórnvölinn eftir kosningar og eru það aðeins fleiri nú sem vilja áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en í janúar, þegar Fréttablaðið spurði sömu spurningar. Jafnmargir, eða 30,2 prósent, segjast vilja að Samfylking og Vinstri grænt myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Mun fleiri nefna nú þennan valmöguleika en í könnun Fréttablaðsins í janúar, þegar 9,3 prósent sögðust vilja að þessir tveir flokkar mynduðu ríkisstjórn eftir kosningar. Vinsældir stjórnarandstöðunnar sem ríkisstjórnarvalkostur hafa dalað verulega. Í ágúst á síðasta ári sögðust 14,8 prósent vilja að stjórnarandstaðan öll myndaði næstu ríkisstjórn. Í janúar nefndu 22,6 prósent þann valmöguleika. Nú eru það einungis 5,9 prósent sem vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna. Vegna þess hve þeim hefur fjölgað sem vilja tveggja flokka stjórn Samfylkingar og vinstri grænna er mjög líklegt að þeim hafi fækkað mjög sem vilja að Frjálslyndi flokkurinn komi að ríkisstjórn. Samstarf Sjálfstæðisflokks við Samfylkingu eða Vinstri grænt hafa sumir talið álitlegan valkost, þannig sögðust 12,3 prósent í ágúst vilja að Sjálfstæðisflokkur myndaði stjórn með Samfylkingu. Einungis 7,6 prósent eru á þeirri skoðun nú. Þá sögðust 9,0 prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna. Nú eru 12,4 prósent á þeirri skoðun. Ef litið er til óska landsmanna, eftir því hvaða flokk þeir kjósa, segjast 89,2 prósent framsóknarmanna vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, sem eru nokkuð fleiri framsóknarmenn en í janúar, þegar 68,0 prósent þeirra vildu slíkt samstarf. 62,1 prósent sjálfstæðismanna er því sammála, en það voru 53,4 prósent þeirra í janúar. 60,0 prósent frjálslyndra vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna, svipað hlutfall og mældist í janúar. Alls 88,9 prósent stuðningfólks Íslandshreyfingarinnar vilja aðra ríkisstjórn með aðild hreyfingarinnar, ýmist stjórn til hægri eða vinstri. 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja tveggja flokka stjórn með vinstri grænum, en það voru 20,2 prósent þeirra sem sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu flestir kjósendur Samfylkingar þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar eftir kosningar. 70,4 prósent kjósenda vinstri grænna vilja tveggja flokka stjórn með Samfylkingu, en 25,4 prósent þeirra sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu 38,0 prósent kjósenda vinstri grænna þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar. Af þeim sem eru óákveðnir segjast flestir, eða 26,0 prósent, vilja áframhaldandi stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var; Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? 61,3 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2007 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira