Fjöldi blaðamanna á leiðinni til landsins 9. október 2006 12:53 Miðasala á Iceland Airwaves hátíðina gegnum sölustöðvar Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum hefur gengið vonum framar og er svo komið að nánast er uppselt á hátíðina í Bandaríkjunum. Nýtt sölumet hefur verið slegið hjá Icelandair í Skandinavíu sem sinnir Svíþjóð, Danmörku og Noregi - og í Bretlandi hafa Icelandair ákveðið að senda stærri vél til og frá London föstudaginn 20. og sunnudaginn 22. október til að svara eftirspurn. Sala í Frakklandi og Þýskalandi hefur verið með svipuðu móti og í fyrra, en í fyrsta sinn hefur selst á hátíðina að einhverju marki í Finnlandi og í Japan þar sem skipulögð er lítið hópferð. Aðstandendur Airwaves búast við hátt í 2.000 erlendum gestum á hátíðina í ár, fleirum en nokkru sinni fyrr. Mikill áhugi erlendra fjölmiðla er fyrir hátíðinni, sem sýnir sig kannski best í því að Spex, eitt stærsta tónlistartímarit Þýskalands, skandinavíu útgáfan af VICE magazine, þungarokksritið Kerrang!, MySpace og breska verðlaunaritið Clash Magazine eru meðal þeirra fjölmiðla sem bæði munu fjalla um hátíðina og vera með eigin kvöld og svið á Iceland Airwaves 2006. Meðal annara fjölmiðla sem senda blaðamenn á Airwaves í ár má nefna BBC, dönsku og norsku ríkisútvörpin DR og NRK, Euronews í Frakklandi, URB magazine og hið virta vefrit Pitchfork.com sem í fyrsta sinn fjallar um íslenska tónlist með því að sækja landið heim. Fjöldi starfsmanna tónlistarbransans hafa einnig boðið komu sína, bæði frá útgáfufyrirtækjum og tónlistarhátíðum á borð við CMJ, Roskilde, Berlin festival og By:Larm. Í Bretlandi hefur sala á pakkaferðum aukist um 10% frá því í fyrra, þrátt fyrir nýjan samkeppnisaðila á flugleiðinni. Líklegt er að þakka megi auknum áhuga sjónvarpssstöðva en bæði Channel 4 og afþreyingarstöð þeirra E4 hafa kynnt Airwaves ásamt MTV2. Báðar þessar sjónvarpsstöðvar munu jafnframt senda upptökulið á hátíðina sjálfa og standa að þáttargerð um hana. Þá hefur vefsamfélagið MySpace í Bretlandi og Þýskalandi sett kynningu á heimasíður sínar um Airwaves en þessi öfluga vefsíða opnaði staðbundna vefi fyrr á þessu ári sem er að finna á uk.myspace.com og de.myspace.com. Á báðum stöðum er vísað inn á Iceland Airwave síðuna sem er www.myspace.com/icelandairwaves frá forsíðuEnn til miðar á Airwaves hérlendis Hérlendis hófst miðasalan um leið og dagskráin var kynnt fyrir um 3 vikum og þegar er vel yfir helmingur þeirra miða sem eru í boði á hátíðina innanlands seldur. Uppselt var á Airwaves árið 2004 og í fyrra - og miðað við að færri miðar eru í boði á hátíðina í ár má búast við að það sama verði upp á teningnum í ár. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Fleiri fréttir Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Sjá meira
Miðasala á Iceland Airwaves hátíðina gegnum sölustöðvar Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum hefur gengið vonum framar og er svo komið að nánast er uppselt á hátíðina í Bandaríkjunum. Nýtt sölumet hefur verið slegið hjá Icelandair í Skandinavíu sem sinnir Svíþjóð, Danmörku og Noregi - og í Bretlandi hafa Icelandair ákveðið að senda stærri vél til og frá London föstudaginn 20. og sunnudaginn 22. október til að svara eftirspurn. Sala í Frakklandi og Þýskalandi hefur verið með svipuðu móti og í fyrra, en í fyrsta sinn hefur selst á hátíðina að einhverju marki í Finnlandi og í Japan þar sem skipulögð er lítið hópferð. Aðstandendur Airwaves búast við hátt í 2.000 erlendum gestum á hátíðina í ár, fleirum en nokkru sinni fyrr. Mikill áhugi erlendra fjölmiðla er fyrir hátíðinni, sem sýnir sig kannski best í því að Spex, eitt stærsta tónlistartímarit Þýskalands, skandinavíu útgáfan af VICE magazine, þungarokksritið Kerrang!, MySpace og breska verðlaunaritið Clash Magazine eru meðal þeirra fjölmiðla sem bæði munu fjalla um hátíðina og vera með eigin kvöld og svið á Iceland Airwaves 2006. Meðal annara fjölmiðla sem senda blaðamenn á Airwaves í ár má nefna BBC, dönsku og norsku ríkisútvörpin DR og NRK, Euronews í Frakklandi, URB magazine og hið virta vefrit Pitchfork.com sem í fyrsta sinn fjallar um íslenska tónlist með því að sækja landið heim. Fjöldi starfsmanna tónlistarbransans hafa einnig boðið komu sína, bæði frá útgáfufyrirtækjum og tónlistarhátíðum á borð við CMJ, Roskilde, Berlin festival og By:Larm. Í Bretlandi hefur sala á pakkaferðum aukist um 10% frá því í fyrra, þrátt fyrir nýjan samkeppnisaðila á flugleiðinni. Líklegt er að þakka megi auknum áhuga sjónvarpssstöðva en bæði Channel 4 og afþreyingarstöð þeirra E4 hafa kynnt Airwaves ásamt MTV2. Báðar þessar sjónvarpsstöðvar munu jafnframt senda upptökulið á hátíðina sjálfa og standa að þáttargerð um hana. Þá hefur vefsamfélagið MySpace í Bretlandi og Þýskalandi sett kynningu á heimasíður sínar um Airwaves en þessi öfluga vefsíða opnaði staðbundna vefi fyrr á þessu ári sem er að finna á uk.myspace.com og de.myspace.com. Á báðum stöðum er vísað inn á Iceland Airwave síðuna sem er www.myspace.com/icelandairwaves frá forsíðuEnn til miðar á Airwaves hérlendis Hérlendis hófst miðasalan um leið og dagskráin var kynnt fyrir um 3 vikum og þegar er vel yfir helmingur þeirra miða sem eru í boði á hátíðina innanlands seldur. Uppselt var á Airwaves árið 2004 og í fyrra - og miðað við að færri miðar eru í boði á hátíðina í ár má búast við að það sama verði upp á teningnum í ár. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com
Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Fleiri fréttir Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Sjá meira