Vill rannsaka mávavandann 21. júlí 2006 07:45 Guðmundur Björnsson og mávarnir Rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg segir að varlega sé farið í veiðunum til að trufla ekki borgarbúa. Fáir vilji sjá máva skotna, þó að mikill vilji sé fyrir því að það sé gert. MYND/Heiða Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg, segir átak til að fækka mávum innan borgarinnar ganga vel. „Við höfum unnið í þessu undanfarin ár, en nú er þetta orðið átak og meiri vinna lögð í þetta,“ segir Guðmundur. „Fólk vill losna við mávana, en ekki sjá eða vita neitt af því þegar þeir eru skotnir.“ Mávarnir eru drepnir í eyjunum í nágrenni borgarinnar og við ströndina, en þeir eru einnig skotnir við Tjörnina. Að sögn Guðmundar hafa verið uppi hugmyndir um að byrla mávunum svefnlyf með því að setja brauðmola með lyfinu á eggin í hreiðrum mávanna. Mávarnir myndu þá borða svefnlyfið og auðveldara yrði að ná til þeirra. Guðmundur segir þetta hafa reynst vel erlendis. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir meindýravarnir einungis hafa leyfi til að skjóta máva í eyjunum, en ekki við Tjörnina og á öðrum stöðum í borginni. Hún segir ýmsar aðrar hugmyndir vera til staðar til að hafa stjórn á mávunum. „Við höfum rætt það við ýmsa og fáum þau viðbrögð að það sé of dýrt, en enginn spyr hvað kostar að borga þessum skotveiðimönnum,“ segir Sigríður. „Til dæmis væri hægt að fá borgarbúa með góðu til að hætta að gefa brauð við Tjörnina á sumrin. Fólki finnst það gaman, en um leið er verið að festa mávinn í sessi. Gæsirnar og endurnar afla fæðu með öðrum leiðum.“ Sigríður telur einnig að með veiðunum hafi mávurinn jafnvel verið flæmdur inn í borgina. Hægt væri að hafa fóðurhauga við ströndina, lokka mávana þangað með brauðgjöfum og ná þeim þar. „Auk þess hefur margt misfarist í fuglavarpi, ekki bara hjá mávum, heldur til dæmis kríum og lundum. Þetta er órannsakað mál,“ segir Sigríður. „Borgarbúar vilja allir sem einn að við fækkum aðeins í þessari plágu og það er um að gera að við séum öll samtaka í því,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. „Við erum ekki að reyna að útrýma fuglinum, heldur bara að gefa fólki tækifæri til að njóta borgarinnar án truflunar. Það á að gera þetta þannig að borgarbúar verði ekki fyrir ónæði og öllum reglum er fylgt út í ystu æsar.“ Innlent Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg, segir átak til að fækka mávum innan borgarinnar ganga vel. „Við höfum unnið í þessu undanfarin ár, en nú er þetta orðið átak og meiri vinna lögð í þetta,“ segir Guðmundur. „Fólk vill losna við mávana, en ekki sjá eða vita neitt af því þegar þeir eru skotnir.“ Mávarnir eru drepnir í eyjunum í nágrenni borgarinnar og við ströndina, en þeir eru einnig skotnir við Tjörnina. Að sögn Guðmundar hafa verið uppi hugmyndir um að byrla mávunum svefnlyf með því að setja brauðmola með lyfinu á eggin í hreiðrum mávanna. Mávarnir myndu þá borða svefnlyfið og auðveldara yrði að ná til þeirra. Guðmundur segir þetta hafa reynst vel erlendis. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir meindýravarnir einungis hafa leyfi til að skjóta máva í eyjunum, en ekki við Tjörnina og á öðrum stöðum í borginni. Hún segir ýmsar aðrar hugmyndir vera til staðar til að hafa stjórn á mávunum. „Við höfum rætt það við ýmsa og fáum þau viðbrögð að það sé of dýrt, en enginn spyr hvað kostar að borga þessum skotveiðimönnum,“ segir Sigríður. „Til dæmis væri hægt að fá borgarbúa með góðu til að hætta að gefa brauð við Tjörnina á sumrin. Fólki finnst það gaman, en um leið er verið að festa mávinn í sessi. Gæsirnar og endurnar afla fæðu með öðrum leiðum.“ Sigríður telur einnig að með veiðunum hafi mávurinn jafnvel verið flæmdur inn í borgina. Hægt væri að hafa fóðurhauga við ströndina, lokka mávana þangað með brauðgjöfum og ná þeim þar. „Auk þess hefur margt misfarist í fuglavarpi, ekki bara hjá mávum, heldur til dæmis kríum og lundum. Þetta er órannsakað mál,“ segir Sigríður. „Borgarbúar vilja allir sem einn að við fækkum aðeins í þessari plágu og það er um að gera að við séum öll samtaka í því,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. „Við erum ekki að reyna að útrýma fuglinum, heldur bara að gefa fólki tækifæri til að njóta borgarinnar án truflunar. Það á að gera þetta þannig að borgarbúar verði ekki fyrir ónæði og öllum reglum er fylgt út í ystu æsar.“
Innlent Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira